Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Qupperneq 109
MÚLAÞING
107
Vorið 1928 kom að Seli, frá Fossvöllum í Jökulsárhlíð, Guðrún Hall-
dóra Eiríksdóttir. Hún var ekkja, og hafði hún með sér tvö böm sín frá
fyrra hjónabandi; Eirík Björgvin 13 ára og Lám Unni 4 ára. Guðrún
Halldóra var fædd 16/10 1892 að Hryggstekk í Skriðdal, og voru for-
eldrar hennar Eiríkur Einarsson f. 12/6 1857, en foreldrar Eiríks voru
Einar Jónsson f. 1802 og Halldóra Eiríksdóttir f. 7/8. 1812, þau bjuggu í
Hleinargarði Eiðaþinghá - og Björg Hermannsdóttir f. 23/6. 1857, Eyj-
ólfssonar frá Borg í Skriðdal, en hún var systir Torfa, sem fyrr var bóndi
í Sænautaseli, og sonur Torfa var Sigvaldi bóndi á Hákonarstöðum, en
hann er forfaðir núverandi Hákona. Móðir Bjargar var Guðný Torfadótt-
ir, Torfasonar frá Strönd á Völlum.
Maður Halldóru hafði verið Lárus Sigurðsson f. 13/8 1879, Þorleifs-
sonar frá Hrjót, en móðir Lárusar var Þórstína Þorsteinsdóttir f. 1857,
Ásmundssonar á Steinaborg á Berufjarðarströnd. Þau Halldóra bjuggu á
Hnitbjörgum, en síðan á Hreimsstöðum í Hjaltastaðaþinghá, og þar dó
Lárus 18/3 1924 úr lungnabólgu. Börn þeirra voru fjögur: Ingólfur, Ei-
ríkur, Sigþór og Lára Unnur.
Nú voru um skeið fimm manns í heimili í Seli. Petra amma var nú 78
ára, furðuhress eftir aldri og erfiði liðinna ára, en sjónin var mjög farin
að daprast. Sagði hún móður minni ýmislegt sem á daga hennar hafði
drifið, og þótt ég væri bam þegar ég heyrði mömmu minnast á ýmislegt
sem hún hafði sagt henni, rifjaðist margt af því upp í huga mínum, þegar
ég fór að grennslast fyrir um hennar hagi löngu síðar. Síðasta árið sem
hún lifði var hún að heita mátti orðin blind, og þurfti þá að annast hana
rúmliggjandi. Alltaf trúði hún á son sinn sem hafði orðið henni skjól í
ellinni. Hún andaðist í Seli hinn 14/5 1931 á átttugasta og fyrsta ald-
ursári og var grafin í Eiríksstaðakirkjugarði.
Þau Guðmundur og Halldóra giftu sig um 1932, og urðu börn þeirra
fjögur: Sigurjón b. Eiríksstöðum; Eyþór Guðmundur b. Hnefilsdal; Ást-
dís Halldóra hfr. Akureyri og Skúli Ármann Sveinn Akureyri.
Pétur Guðmundsson fór frá Seli vorið 1929 til Reykjavíkur, sjóleiðis
frá Reyðarfirði. Ætlunin var að vinna þar um sumarið og setjast svo í
skóla að hausti. Lék honum hugur á að afla sér menntunar og var hvattur
til þess af kennara sínum Lúðvíg Þorgrímssyni, en fátækum dreng
reyndist leiðin örðug. Kona hans hét Petrea Ingimarsdóttir f. 1908, ættuð
af Kjalamesi, og eignuðust þau fjögur börn: Hermann, Sveinbjörgu, Sig-
urdísi og Gunnar, sem öll eru búsett í Reykjavík.
Um þessar mundir, þ.e. um og eftir 1930, var Guðmundur að hugleiða
að fá jarðnæði í lágsveit, er hann sá fram á stækkandi fjölskyldu, og mun