Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 111
MULAÞING
109
arins. Um bústofn er mjög erfitt að afla
heimilda, einkum frá síðustu öld, en á-
lykta má að stærð fjárhúsa segi nokkra
sögu. I tveim fjárhúsum hefur mátt hýsa
rúmlega 100 kindur, og hafa þau líklega
stundum verið fullnýtt og meira en það
þegar húsmennskufólk var á bænum, og
jafnvel tvíbýli. Hesthús er fyrir 4 hesta
og fjós fyrir tvo gripi, og auk þess er lít-
il tópt, sem kölluð var kvíar, inn við
læk, og þar inn af heitir Kvíaholt. í jarð-
amati 1918 er bústofn talinn vera 1 kýr,
80 fjár og fimm hestar. Það mun vera
svipað eða heldur meira en hjá mörgum
einyrkjum á þessum tíma, og hygg ég að
þetta sé ívið stærri bústofn heldur en
síðar varð. Auk þess munu stundum
hafa verið 2-3 geitur.
Daglegt líf hygg ég að hafi verið
svipað hér og í lágsveitum, en þó mun
ýmislegt í búskapnum hafa verið öðru-
vísi hér, og má til dæmis nefna heyskap í flóum (Skálaflói, Botnaflói) og
var þá heyið bundið í bagga (votaband) og því lyft á klakk og flutt heim
á tún til þurrkunar. Mjög var þessi heyskapur erfiður, og áður fyrr, þ.e.
áður en stígvél komu til sögunnar, voru menn í skinnsokkum þar sem
vaða þurfti flóana, og oft varð að standa í vatni við sláttinn. Gjarna var
best gras þar sem flóarnir voru blautastir, og fékkst þar úrvals fóður,
bæði rauðbreyskingur og Ijósalykkja, sem var kúgæf. Dálítið var og
slegið af laufi, þ.e. grávíði, lauftorfur voru víða, en varla var hægt að slá
sömu torfuna nema svo sem þriðja hvert ár, því hún varð að ná sér á-
milli. Sama mun hafa gilt um flóana, ekki var hægt að slá sama svæðið á
hverju ári. Þótt laufið væri tekið á þurru, var það samt seintekinn hey-
skapur, því að Ijáir sljóvguðust fljótt og þurftu þá dengingu, og einnig
var erfitt að raka, því að laufið vildi festast í hrífunni. En laufið var gott
fóður og til bragðbætis fyrir féð um vetrartímann, og þegar það var gefið
á garðann ruddist það hvert á annars horn. Afkoma manna við búskap-
inn valt nær alveg á heyskapnum, því ef ekki heyjaðist vel varð að setja
færri lömb á vetur, og það þýddi svo að erfitt var að stækka búin til að
þau gæfu af sér það sem fjölskyldan þarfnaðist.
Síðustu innfœddu Heiðarbörnin í
bœjardyrunum í Seli 1943, Astdís,
Sigurjón, Skúli, Eyþór.
- Mynd Eðvarð Sigurgeirsson.