Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 112
110
MULAÞING
Mjög var bónda umhugað um að fóðrið nýttist sem best, og sópaði
upp öllu því sem féð slæddi. Umhirða öll í fjárhúsum og heytóftum þótti
hin besta og hlaut hann jafnan góða umsögn hjá forðagæslumanni Jökul-
dalshrepps fyrir snyrtilega umgengni um hey og hús. Hann hafði við orð
að það leiðinlegasta við búskapinn væri að þurfa að slátra lömbunum á
haustin. Hann þótti laginn í meðferð matvæla, bæði að salta og reykja
kjöt og silung.
Mjög hefur veiðiskapurinn í vatninu orðið til að auka á fjölbreytni
daglegs lífs, nokkuð sem ekki var um að ræða víðast annarsstaðar, og að
róa á bát út á vatnið til að leggja net eða vitja um hefur oft verið ánægju-
legt á góðu kvöldi eða snemma morguns áður en farið var á engjar. Oft
mun veiðin hafa verið drjúg, en þó kom fyrir að lítið veiddist. Aður fyrr
var dálítið veitt niður um ís á veturna einkum á Ánavatni, en drjúg sneið
af því tilheyrir Sænautaseli. Silungurinn var bæði soðinn, reyktur og
einnig saltaður í tunnur ef mikið veiddist. Sænautavatnið er að lang-
mestu leyti innan landamerkja Sænautasels, einungis lítil sneið af því til-
heyrir Rangalóni. Það mun hins vegar ekki hafa valdið deilum meðal á-
búenda.
Verslun var frá upphafi við Vopnafjörð, og tók ferð til kaupstaðarins
með tjárrekstur að hausti tvo daga (mun vera 18 tíma lestagangur), en
gat tekið lengri tíma ef tíð var óhagstæð. Dvalist var einn til tvo daga í
kaupstaðnum en síðan haldið heimleiðis. Mun þetta hvorki hafa verið
talin löng né erfið kaupstaðarleið, bein lína frá Sænautaseli til kauptúns-
ins er 63 km á korti og lítið um vatnsföll; aðallega Hofsá sem fara þurfti
yfir. Þurftu margir að fara verri vegu. Er þetta svipuð vegalengd og frá
Möðrudal út á Tanga.
Við upphaf byggðar í Heiðinni var erfitt ástand í læknismálum Aust-
firðinga, er aðeins einn læknir var fyrir Múlasýslur báðar og sat á Eski-
firði. Sökum stærðar læknisumdæmisins mátti raunar telja að væri lækn-
islaust að kalla fyrir meginþorra fólks á svæðinu, og til að bæta þar úr
fengust sumir prestar við lækningar. Árið 1772 hafði verið settur læknir
á Brekku í Fljótsdal, en vera læknis virðist hafa verið slitrótt, og loks
aflagðist Brekka sem læknissetur 1844, og ekki kom þar aftur læknir
fyrr en 1903. Um tíma var læknir á Höfða á Völlum (1840-60), og 1870
kom læknir á Vopnafjörð. I læknatali er hann sagður hafa verið norskur
skipslæknir, og ekkert er vitað um menntun hans, og hann dvaldi stutt,
5-6 ár, og talaði auk þess ekki málið, en vonandi hefur einhverjum orðið
gagn af veru hans. Eftir að læknir kom aftur í Brekku sóttu Jökuldælir
jafnan þangað, og þar var sjúkraskýli frá 1907. Brú kom á Jöklu hjá Há-