Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 113
MÚLAÞING
111
konarstöðum 1908, og vegalengdin frá Sænautaseli yfir Fljótsdalsheiði
að Brekku um brúna er um 36 km. Áður en brúin kom höfðu Jökuldælir
lengi haft kláfferjur á ánni. Einnig skal tekið fram að um og eftir miðja
síðustu öld var á Ljótsstöðum í Vopnafirði vinsæll smáskammtalæknir
(hómópati), Ágúst Jónsson, sem aflaði sér þekkingar á læknisfræði með
lestri bóka og sambandi við þýskan lækni, og mun hafa fengið frá hon-
um meðalasendingar. Tekið skal fram að ljósmæður voru á Jökuldal, lrkt
og víðast í sveitum.
Fráfærur voru stundaðar hér lengur en víða annars staðar, fram um
1932, og mun það einkum hafa verið vegna örðugra skilyrða með kúa-
hald.
Eftir að Lagarfljótsormurinn hóf siglingar milli Egilsstaða og Brekku
upp úr 1905, fóru sumir Jökuldalsbændur að beina viðskiptum sínum til
fjarða, t.d. Seyðisfjarðar, og eftir að Kaupfélag Héraðsbúa var stofnað
1909 og gerður var kerruvegur yfir Fagradal, fóru ýmsir að beina við-
skiptum sínum til Reyðarfjarðar. Var það, a.m.k. fyrir suma Efra-Dals-
búendur erfiðari leið með fjárrekstur, en þar á móti kom að kaupstaðar-
varan fékkst nú flutt með Lagarfljótsorminum í Brekku. 1934 komst
vegasamband á bæði austur og norður um land, og lá vegurinn um Jök-
uldal og Arnórsstaðamúla í Rangalón við norðurenda Sænautavatns, og
áttu þá Heiðarbændur kost á að fá vöruna með bíl í Lón. Með tilkomu
bættra samgangna við Hérað, hættu bændur smám saman að skipta við
Heiðarbúar um 1940 frá vinstri: Arnheiður Guðjónsdóttir Heiðarseli, Halldóra
Eiríksdóttir Sœnautaseli, Einar Guðjónsson Heiðarseli, Lára Lárusdóttir Sœ-
nautaseli, Jón Hallgrímsson. Frá Armótaseli: Þórey Björnsdóttir, Eiríkur
Björnsson, Eyveig Björnsdóttir og Solveig Hallsdóttir.