Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 114
112
MULAÞING
Vopnafjörð, og 1938 var ruddur vegur af Þrívörðuhálsi um Bjallkollu-
hraun og suður heiði til Brúar, efsta bæjar á Jökuldal. Má þá telja að
bæði Sænautasels- og Heiðarselsbóndi fengju vörur heim í hlað og stutt
var fyrir Veturhúsabónda að flytja vöruna heim til sín.
Fallið er nú í gleymskunnar djúp ýmislegt andstreymi sem fólk hefur
orðið að glíma við hér sem annars staðar á Islandi, oft vegna óblíðrar
veðráttu og annarra óviðráðanlegra orsaka, og ef grannt er skoðað sýnast
erfiðleikarnir oft ekki hafa verið ærnari hér en annars staðar. Þó má líta
á öskufallið 1875 sem sérstakan bölvald hér og á Efri-Jökuldal, þar sem
þykkt öskunnar var á bilinu 10-20 sentimetrar, og enn má finna rofabörð
þar sem þykkt öskulagsins mælist meira en 10 sentimetrar. Ekki hafa
þau sárin foldar enn jafnað sig, og mun uppblástur af völdum öskunnar
víða hafa herjað síðan, og gerir það sennilega enn um sinn, og varla
verður sauðkindinni kennt um það allt, þó sumir skammsýnir menn þyk-
ist sjá þar helsta sökudólginn.
Á þessu 100 ára tímabili (95) fæddist hér fjöldi barna og er nú orðinn
stór hópur fólks sem eiga hingað að sækja, og mun mörgum leika hugur
á að vita eitthvað um forfeður sína sem hér áttu bernskunnar spor. Þess
vegna tók ég saman þennan pistil, sem þó er ærið ófullkominn, og hef ég
ýmsu orðið að sleppa til að stytta mál mitt sem þó er orðið langt. Einnig
er erfitt að fá upplýsingar um einkahagi manna, enda koma þeir þeim
einum við. Hef ég reynt að segja það eitt sem ég gat fengið öruggar
heimildir um, enda er þetta ekki skáldverk.
Helstu heimildir:
Kirkjubækur Hofs-, Hofteigs-, Kirkjubæjar-, Valþjófsstaðar-, Þingmúla- og fleiri sókna.
Austurland I.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi.
Vesturfaraskrá.
Fasteignamat í sveitum 1918.
Ættir Austfirðinga.
Kennaratal.