Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 115
GEIR STEFÁNSSON Á SLEÐBRJÓT
Kirkjan og kirkjugarðurinn á Sleðbrjót
Þegar eg man fyrst eftir, þá áttu Hlíðarmenn kirkjusókn í Kirkjubæ og
hafði svo verið um aldir. Áður höfðu verið þrjú bænahús hér í Hlíð.
Hlíðarmönnum þótti jafnan torsótt að sækja messu að Kirkjubæ, þar sem
yfir Jökulsá er að fara, eitt stærsta vatnsfall á Islandi. Ur þessu reyndi þó
séra Einar prófastur Jónsson að bæta með því að hafa guðsþjónustu und-
ir berum himni hvert sumar á Sleðbrjót. Einnig var oft miklum erfiðleik-
um bundið að koma líkum til greftrunar að Kirkjubæ.
Árið 1894 dó að Sleðbrjót Eiríkur bóndi Hallsson. Bað hann konu
sína, Sólveigu Sigurðardóttur, um það að hann yrði jarðsettur á ábúðar-
og eignarjörð sinni Sleðbrjót. Sendi nú Sólveig til prófastsins í N-Múla-
prófastsdæmi, sem þá var Sigurður Gunnarsson á Valþjófsstað, til þess
að fá samþykktan heimagrafreit á Sleðbrjót. Synjaði prófastur algerlega
um þetta leyfi, þar sem hann taldi útilokað að biskup samþykkti slíkt.
Þrátt fyrir synjun kirkjuyfirvalda ákvað Sólveig að láta gjöra grafreit á
Sleðbrjót, og framkvæmdi hún þetta með aðstoð Sigmundar Jónssonar í
Gunnhildargerði. Þegar presturinn á Kirkjubæ heyrði um þessar fram-
kvæmdir, þá tilkynnti hann Sólveigu að hann gæti ekki vígt þennan graf-
reit og ekki kastað rekunum á Eirík bónda hennar.
Ekki lét Sólveig þessa afstöðu kirkjuyfirvalda neitt á sig fá, og var Ei-
ríkur jarðsettur á Sleðbrjót í þeim garði sem hún lét gera. Ekki kastaði
prestur rekunum á Eirík, og ekki var grafreiturinn vígður.
Nú líður tíminn þar til 1909.
Þá deyr á Surtsstöðum Sigbjöm Björnsson bóndi þar og hafði óskað
eftir að hann yrði jarðsettur í Hlíðinni. Var nú að því horfið að fá vígslu
á grafreitnum á Sleðbrjót og gekk nú greiðlega. Var nú Sigbjörn jarðað-
ur og grafreiturinn vígður - og rekunum einnig kastað á Eirík. Voru þá
liðin 15 ár frá því að hann var jarðaður.