Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 116
114
MÚLAÞING
Nú verður að geta þess að í mínum höndum er bréf frá konungi fs-
lands og Danmerkur, þar sem hann leyfir heimagröft á Sleðbrjót. Er bréf
þetta frá 1896.
Hlýtur þetta að segja þá sögu, að þegar leyfi fékkst ekki frá kirkjuyfir-
völdum, þá hafði Sólveig sótt um leyfi til konungs til þess að fá heima-
gröft. En þrátt fyrir það virðast kirkjuyfirvöld hafa þrjóskast við að vígja
reitinn og kasta rekunum á Eirík. Líklegt má telja að kirkjuyfirvöldin
hafi ekki talið sér fært að þrjóskast lengur en til 1909 þegar grafreiturinn
var loks vígður.
Eftir að Sigbjörn var jarðsunginn voru greftraðir þama fjórir menn,
Sólveig Sigurðardóttir, Sleðbrjót, Björg Magnúsdóttir, Surtsstöðum, Ei-
ríkur Jónsson, Hrafnabjörgum og Eiríkur Magnússon, Eyjaseli. Það veit
eg upp á víst að ekkert biskupsleyfi þurfti til þess að fá þá greftraða í
grafreitnum. Það tel eg eindregið benda til þess, að rétt sé sem sagt hefur
verið að grafreiturinn hafi verið vígður þegar Sigbjöm á Surtsstöðum
var jarðsettur. Þetta set eg hér vegna þess að mér hefur ekki lukkast að
finna neina skriflega heimild frá hérlendum kirkjuyfirvöldum fyrir
vígslu grafreitsins, þrátt fyrir allmikla leit bæði hér eystra og suður á
Þjóðskjalasafni.
Upp úr þessu fóru Hlíðarmenn að hugsa til þess að koma upp grafreit
norðan Jökulsár fyrir Hlíðarmenn, því að það er hinn 24. dag júlímánað-
ar 1910 að almennur safnaðarfundur er haldinn á Kirkjubæ að aflokinni
messugerð. Var löglega til fundarins boðað, og var hann að öllu leyti
löglegur.
Fyrsta mál sem tekið var fyrir á fundinum, var erindi frá Hlíðarmönn-
um, þess efnis hvort fundurinn vildi samþykkja að kirkjugarður yrði
gerður á Sleðbrjót til afnota fyrir Hlíðarmenn. Talsverðar umræður urðu
um málið, en frestað að greiða atkvæði til næsta fundar.
Verður nú ekki séð eftir gerðabókum Kirkjubæjarsóknar að þetta mál
hafi verið tekið fyrir á níu næstu árum.
Næst þegar mál þetta kom til umfjöllunar var það á safnaðarfundi á
Kirkjubæ 7. sept. 1919. Eina málið sem fyrir fundinum lá, var skipting
Kirkjubæjarsóknar í tvær sóknir. I fundargerð þessa fundar stendur, að
áður hafi þetta mál, semsé skipting Kirkjubæjarsóknar, verið tekið fyrir
á lögmætum safnaðarfundi, og þar verið samþykkt að skipta sókninni.
En þessi fundarsamþykkt er ekki finnanleg í fundargerðarbókum
Kirkj ubæj arsóknar.
Það kom fram á fundinum sem haldinn var 7. sept. 1919, eins og fyrr