Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 117
MÚLAÞING
IJ5
segir, að það gæti verið álitamál hvort fundurinn væri löglegur af þeim
ástæðum að hann mundi ekki hafa verið löglega boðaður.
Fundurinn taldi því ekki rétt að taka neina ákvörðun um skiptingu
Kirkjubæjarsóknar, en kaus fimm menn til þess að undirbúa málið fyrir
næsta lögmætan aðalfund. Kosnir voru eftirtaldir menn:
Bjöm Hallsson hreppstjóri Rangá,
Páll Hermannsson oddviti Vífilsstöðum,
Jón Armannsson sóknamefndarmaður Hrærekslæk,
Eiríkur Arngrímsson snikkari Surtsstöðum,
Stefán Sigurðsson hreppstjóri Sleðbrjót.
Hinn 11. dag júlímánaðar 1920 var haldinn safnaðarfundur að aflok-
inni messugerð á Kirkjubæ. Þar var tekið til umræðu að skipta Kirkju-
bæjarsókn í tvær sóknir og bygging kirkju og kirkjugarðs á Sleðbrjót.
Nefnd sú sem kosin var til þess að undirbúa þetta mál á safnaðarfundin-
um 7. sept. 1919 skýrði frá áliti sínu, og var síðan rætt um málið nokkra
stund. Að umræðum loknum var samþykkt eftirfarandi tillaga:
A. Kirkjubæjarsókn skal skipta í tvær sóknir, Kirkjubæjarsókn og
Sleðbrjótssókn, og ræður Jökulsá mörkum milli sókna. Samþ. samhlj.
B. Skipti sókna fer fram þegar kirkja hefur verið byggð á Sleðbrjót.
Samþ. samhlj.
C. Þegar byrjað hefur verið á framkvæmdum við kirkjubygginguna á
Sleðbrjót, skal lausafé kirkjunnar, þ.e. peningum og virðingarverði
skrautmuna og annarra lausra muna, skipt á milli hinna væntanlegu
sókna hlutfallslega eftir tölu gjaldskyldra manna um næstu 5 ár á undan
skiptingunni. Samþ. samhlj.
D. Þegar kirkja sú, sem nú er til, verður rifin, skal henni skipt eftir
sama hlutfalli sem að framan greinir. Samþ. samhlj.
E. Kirkjugörðum þeim sem nú eru í notkun, er báðum söfnuðunum
skylt að halda við í gildandi standi, meðan þeir eru notaðir til að greftra í
þeim. Þó er væntanlegum Sleðbrjótssöfnuði ekki skylt að taka þátt í því
viðhaldi nema í 15 ár frá því þeir hafa komið upp nýjum kirkjugarði hjá
sér. Þegar ákveðið verður að leggja niður hina gömlu kirkjugarða, skulu
báðir söfnuðirnir skyldir að taka þátt í þeim kostnaði eftir sömu hlutföll-
um og getið er um hér að framan. - Samþ. samhlj.
Hófust nú Hlíðarmenn þegar handa hvað snerti byggingu kirkjugarðs.
Var garðinum valinn staður á móbungu rétt neðan við svokallaða
Þvottatjöm. Var fyrst jarðsett í þessum garði sumarið 1921. - Emkur
Amgrímsson annaðist allt verklegt í sambandi við garðinn.
I þessum kirkjugarði vora jarðsettir fimm menn. Fyrst 1921 Valgerður