Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 118
116
MÚLAÞING
Einarsdóttir Hallgeirsstöðum, síðan Guðrún Jónsdóttir Másseli, Siggeir
Friðfinnsson sama bæ, Þorsteinn Jónsson Surtsstöðum og Jón Eiríksson
Hrafnabjörgum.
Eftir fundinn 1920 fóru Hlíðarmenn að undirbúa kirkjubyggingu.
Voru menn þó alls ekki á eitt sáttir í því máli. Töldu sumir meiri þörf að
koma upp samkomuhúsi, (sem nú mundi vera kallað félagsheimili).
Mynduðu þá kirkjubyggingarmenn nefnd sem rannsaka skyldi hve stór
hlutur Hlíðarmanna væri í þeim sjóði sem Kirkjubæjarkirkja átti og
einnig að kanna verðlag á byggingarefni og leita tilboða að útvega það.
Ekki er eg nú alveg viss um hverjir voru í þessari nefnd. Þó er eg viss
um að Gunnar Jónsson á Fossvöllum og faðir minn, Stefán Sigurðsson á
Sleðbrjót, voru í nefndinni. Þriðji maðurinn var annarhvor þeirra nafna,
Björn Guðmundsson í Sleðbrjótsseli eða Björn Sigbjörnsson á Surts-
stöðum.
Var þetta vafalaust gjört vegna þess að á komandi vetri átti að ákveða
hvort kirkju skyldi reisa á Sleðbrjót.
Næsti áfangi í þessu máli var það að boðað var til manntalshrepps-
fundar á Sleðbrjót 2. febrúar 1926. Þar átti endanlega að ákveða hvort
kirkju skyldi reisa á Sleðbrjót. Mætti málið allmikilli andstöðu. Þótti
mönnum sú kostnaðaráætlun sem fyrir lá vera það há að vonlaust væri
fyrir svona litla sókn að mynda sér slíkan skuldabagga. Horfði nú mjög
óvænlega hvað það snerti að kirkja yrði byggð. Þá skeður það að fimm
bændur báðu um það að fundi yrði frestað nokkra stund. Gengu þeir síð-
an af fundi og réðu ráðurn sínum.
Að nokkrum tíma liðnum mættu þeir aftur til fundar. Höfðu þeir þá á-
kveðið að bjóða sóknarbörnum að koma kirkjunni upp fyrir 8 þúsund
krónur - með því eina skilyrði að flutningi á efni utan frá sjó að Sleð-
brjót (en þar átti kirkjan að standa) skyldi jafnað niður á bændur og hús-
menn á svipaðan hátt og sveitarútsvörum, og skuldbundu þeir sig til að
greiða 2 kr. fyrir hvern hestburð.
Menn þeir sem þessum samtökum bundust voru þessir:
Elías Jónsson bóndi Hallgeirsstöðum 63 ára,
Gunnar Jónsson bóndi Fossvöllum 53 ára,
Björn Guðmundsson bóndi Sleðbrjótsseli 34 ára,
Björn Sigbjörnsson bóndi Surtsstöðum 43 ára,
Stefán Sigurðsson bóndi Sleðbrjót 51 árs.
Fyrstu handtök sem unnin voru viðvíkjandi kirkjubyggingunni voru
þau, að lagður var vegur frá þeim stað sem kirkjan átti að standa á, þ.e.
að tjörn sem aka skyldi vatni úr í steinsteypuna. Næst var það að faðir