Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 123
MÚLAÞING
121
því það þótti Nonna veiðilegur staður. Hann hafði þá nýlega keypt nýja
haglabyssu og átti nú að reyna hana í fyrsta skipti. Hún var af Rem-
ington-gerð, snotur einhleypa no. 16, keypt í verslun E.J. Waage á Seyð-
isfirði. Mér fannst Nonni vera stoltur af þessu nýja tæki sínu.
Eg var ákaflega spenntur. Við létum lítið á okkur bera, svo að fuglarn-
ir yrðu okkar ekki varir. Félagi minn tók sér stöðu bak við stóran stein,
sem var uppi á sléttri klöpp, en ég fann mér fylgsni þar skammt frá. Það
var varla um aðra fugla að ræða, en þá sem flugu meðfram ströndinni,
en þeir flugu oft nærri veiðistað, þ.e. felustað okkar.
Bráðlega komu fuglar fljúgandi í dauðafæri. Nonni brá nú byssunni í
sigti, en skaut ekki. Þetta endurtók sig þó nokkrum sinnu. Af hverju
skaut maðurinn ekki? hugsaði ég. Þá tók ég eftir því að hann var sestur á
klöppina framan við felusteininn og var eitthvað að handleika byssuna,
en leit ekki við fuglunum, sem flugu þarna fram hjá í besta færi. Nú
vissi ég að eitthvað hlaut að vera að. Skreið ég því fram úr fylgsni mínu
og gekk til hans. Eg kom neðan að klöppinni, sem hann sat á. Lét hann
byssuhlaupið liggja fram af klapparbrúninni, en sat sjálfur þannig að
fæturnir voru líka fram af. Hann var alltaf að taka í gikkinn og hleypa
bógnum, en aldrei small bógurinn á pinnann í lokunni, heldur vantaði
svo sem 2-3 mm á að svo væri. Þetta endurtók hann mörgum sinnum.
“Eg skil ekki hvað er að byssunni,” sagði hann, “hún stendur eitthvað á
sér.” Eg færði mig nær, því ég þurfti að sjá sem best hvað gerðist. Ég
taldi víst að hann væri búinn að taka skothylkið úr byssunni, áður en
hann fór að athuga hvað að henni væri.
Gekk ég þá að klapparbrúninni, og stóð beint fyrir framan byssuhlaup-
ið, þannig að það nam við kvið mér. Nonni smellti af nokkrum sinnum,
en aldrei komst “haninn” á pinnann.
Ég var orðinn fullur áhuga að sjá hvað að væri, og stökk því frá byssu-
hlaupinu og ætlaði upp á klöppina til hans.
Hann smellti þá einu sinni enn - en þá hljóp skot úr byssunni. Ég
stirðnaði upp af skelfingu. Mér finnst enn sem ég finni til byssuhlaups-
ins, þar sem það þrýstist að kviðarholi mínu rétt fyrir neðan brjóstið. Ég
leit á félaga minn.
Hann stóð þegar upp. Sýndist mér honum mjög brugið. Eftir dálitla
stund sagði hann. “Og ég þóttist viss, og það fullviss, að ég væri búinn
að taka skotið úr byssunni”.
Meira sagði hann ekki. Þess þurfti ekki með. Ég sá hvernig honum
leið. Við löbbuðum heim. Aldrei minntumst við á þennan atburð framar,
en ég geri ráð fyrir að hvorugur okkar hafi gleymt honum.