Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 125
MULAÞING
123
um þessum og jafnvel kvenfólk, enda reyndist það oft fullt eins duglegt
til ferðalaga. Þess má geta að á þessum árum voru flestir nemendur
Eiðaskóla urn tvítugsaldur. Ferð þessi, sem hér segir frá, var farin um
miðjan vetur 1929, og í henni voru aðeins fjórir skólapiltar, þeir Arnór
Gíslason frá Seyðisfirði, Knútur Þorsteinsson frá Úlfsstöðum í Loð-
mundarfirði, Hjörtur Kristmundsson frá Rauðamýri við Isfjarðardjúp og
Sigurður Magnússon frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði, sá sem frá ferð-
inni greinir. Við höfðum lokið erindum okkar á Seyðisfirði, og höfðu
sumir allþunga bagga að bera. Til þess var ferðin farin, að versla, bæði
fyrir okkur og þá sem heima sátu, eftir því sem við varð komið. Leiðin
heim lá yfir Vestdalsheiði. Veður var bjart og gott. Færðin var góð yfir
heiðina og í hallanum niður af henni, en versnaði að mun þegar kom
niður í Gilsárdalinn. Þar var harðfenni sem hélt okkur þó ekki uppi, svo-
nefndur broti.
Þegar við vorum komnir niður í miðjan dalinn staðnæmdumst við og
réðum ráðum okkar. Við ákváðum að halda á ská upp á svonefnda
Hálsa, því að við héldum að þar væri minni broti og betri færð.
Knútur hafði tekið sér reyrstöng í hönd þegar hann fór frá Seyðisfirði.
Stöng þessi var allgild og um 2 m að lengd. Notaði hann stöngina fyrir
göngustaf. Einhvern veginn atvikaðist það að ég greip stöng þessa þegar
við lögðum af stað upp úr dalnum, og var hún enn í mínum höndum
þegar við komum upp á Hálsana. Við héldum svo ferðinni áfram eftir
brúnunum dalsmegin. Færðin reyndist ágæt þama, en nokkur giljadrög
lágu alla leið ofan frá brúnunum og niður að Gilsánni. Þau voru sum
allbreið og með harðri storku í botninum.
Eitt sinn, er við komum að einu slíku gili, stökk Hjörtur hratt ofan í
það, og hafði sig léttilega upp úr því.
Ég ætlaði að leika þetta eftir honum og stökk niður í gilið, en það var
gljá í gilsbotninum og missti ég þegar fótanna og rann umsvifalaust af
stað með höfuðið á undan. Gilið var bratt, en engir stallar í því og hmfu-
laust var það í botninum. Það náði alla leið niður að Gilsánni, en í botni
þess neðan til var stærðar klettur.
Ferðin varð strax geysileg þama á gljánni í snarbröttu gilinu. Ég
stefndi beint á klettinn stóra. Aðeins ein hugsun skaust fram í huga minn
á þessari komandi dauðastund: “Nú er úti um mig”. Þá mun ég hafa
misst meðvitundina. En ég átti eftir að rakna við aftur.
Mig verkjaði talsvert í vinstri öxl og yfirleitt vinstri hliðina alla. Ég
ætlaði ekki að þora að hreyfa mig, því ég bjóst við að ég væri allur lim-
lestur. En ég sá ennþá klettinn ljóta fyrir framan mig, og fannst mér sem