Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 126
124
MÚLAÞING
ég stefndi á hann með feikna hraða. Nei, það var ekki kletturinn sem ég
sá, heldur gaddfrosinn rofbakki, sem ég hafði klemmst inn undir. Ég var
þá í raun og veru lifandi!
Ég heyrði köllin í félögum mínum sem nálguðust nú óðum. Svo fór ég
að hreyfa mig. Nei, ekki var ég handleggsbrotinn. Með áræðni losaði ég
mig undan rofbakkanum. Ég var reyndar alveg óbrotinn og furðu lítið
meiddur. Hvernig gat þetta gerst? Bakpoki minn var horfinn. Nú komu
félagar mínir. Ég held dauðskelkaðir því þeir töldu mig dauðans mat.
Þeir urðu lítið minna undrandi en ég, þegar þeir sáu að ég var hinn bratt-
asti og líklega ferðafær. En svo kom skýringin. Sá þeirra, sem ekki hafði
litið undan og með öllu lokað augunum, sagði mér, að ég hefði allt í
einu mundað reyrstöngina, hafið hana á loft, lóðrétt, og stungið henni
niður fyrir framan mig.
Þar hafði hún lent í þeirri einu þversprungu sem sjáanleg var í ís-
gljánni á allri þeirri leið sem ég var búinn að þeysast yfir, sem var þó
æði löng.
Endi stangarinnar hafði gengið djúpt niður í þessa mátulega víðu þver-
sprungu og festist þar.
En af því að efnið í stönginni var reyr, brotnaði hún ekki, heldur lagð-
ist saman. Ég hafði víst haldið afarfast um stöngina, því að ég missti
hennar ekki strax, heldur hófst á loft, kastaðist til hliðar og klemmdist
upp undir rofbakkann til vinstri.
Pokinn minn hélt hinsvegar áfram beina stefnu á gilsbúann ægilega -
klettinn stóra. Olar höfðu slitnað. Pokinn sprakk á klettinum.
Kaupskapurinn, sem í honum var, þeyttist alla leið niður á ísinn á ánni
og lá þar á víð og dreif.
Við týndum svo saman farangur minn og héldum áfram ferðinni heim
að Eiðum, eins og ekkert hefði í skorist, eftir þessa undraverðu björgun.
Hnísan
Það kom fyrir á Hornafirði, að vertíðarmenn brugðu sér út fyrir Ósinn,
út á grynningarnar til þess að skjóta sér hnísu í soðið.
Allmikil hnísa er oft á þessum slóðum, og vanir skotmenn drógu oft
drjúga björg í bú með því að veiða þær. Hnísukjöt þótti okkur flestum
ágætismatur, og því þá ekki að reyna að spara kjötkaupin?
Annars voru hnísurnar ekki seldar dýru verði þarna á Hornafirði á
þessum árum, 1935-1937, sem ég var þar á vetrarvertíðum, þar kostaði
hnísan kr. 5.00, komin heim að eldhúsdyrum. Lítið var þá þarna um trill-