Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 131
MÚLAÞING
129
flýgur á milli lands og bátsins. Annar maðurinn í bátnum greip þegar
byssu og hleypti af skoti.
Eg fann samstundis að skyggnishúfan mín kipptist til á höfði mínu og
fyrir eyrum mínum léku hin einkennilegustu tónbrigði sem ég hef
nokkru sinni heyrt. Ég sá strax hvað gerst hafði. Snjórinn framundan
mér í brekkunni var allur rispaður eftir högl og húfan mín - ég leit á
hana. Jú, eitt hagl hafði farið í gegnum hana ofan til, en hún reis nokkuð
upp af höfðinu að framan. Þetta skeði svo snöggt að ég áttaði mig ekki
fyrr en eftir ofurlitla stund á því hvað ég stóð nú skammt frá dauðans
dyrum.
Þessu eftirminnanlega haglaskoti var vissulega ekki ætlað að hæfa
mig, heldur fuglahópinn, sem flaug milli mín og skotmannsins. í veiði-
bræði sinni gætti hann einskis annars en fuglanna og skaut á land, þar
sem maður stóð í dauðafæri beint framundan byssuhlaupinu. En svo
vildi til í þetta skipti að skyttan hæfði engan fuglinn heldur skyggnishúf-
una mína og gaf mér tækifæri til þess að heyra hin furðulegu tónbrigði
sem höglin mynduðu þegar þau skutust fram hjá eyrun mínum.
Þess má geta, að engin eftirmál fylgdu skoti þessu. Skotmanninn
þekkti ég vel og þann sem með honum var í skektunni. Það leið langur
tími þangað til fundum okkar, mín og skyttunnar, bar saman, og gat ég
þá ekki verið að minnast á þetta voðaskot við hann, úr því að hann
nefndi það ekki við mig ótilkvaddur. Hann hlaut þó að hafa séð mig
þarna í brekkunni og líka sá sem með honum var, eftir að skotið reið af,
og þá sennilega brugðið, þeim báðum brugðið, en um það veit ég þó
ekki.
Vegna þessa atburðar vil ég segja þetta: Skotmenn góðir, verið ekki of
veiðibráðir, látið ekki atvik sem þetta henda ykkur, það getur orðið
mannsbani, þótt það yrði ekki í þetta sinn.