Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 132
RAGNHEIÐUR ÞÓRARINSDÓTTIR
Erindi flutt á ættarmóti afkomenda séra
Þórarins Þórarinssonar og Ragnheiðar
Jónsdóttur að Valþjófsstað 11. júlí 1992
Kæru frændur og venslalið.
Mér hefur verið falið það hlutverk af Ættarráðinu, að segja dálítið frá
afa og ömmu, þeim presthjónunum Þórami Þórarinssyni og Ragnheiði
Jónsdóttur.
Margt af því, sem hér kemur fram, er eldri kynslóðinni auðvitað vel
kunnugt, ekki síst þeim, sem þekktu þau hjónin í lifandi lífi, en í trausti
þess að yngri meðlimir þessarar fjölskyldu séu ekki neitt sérstaklega vel
að sér um upphaf sitt og forfeður eða ættræknir umfram meðallag, hef
ég tínt ýmislegt saman úr heimildum, ef verða mætti þeim og öðrum til
fróðleiks. I sjálfu sér er ekki erfitt að tína fram ýmsar staðreyndir og ár-
töl, vandinn er að gera sér í hugarlund, hvers konar manneskjur lifðu á
bak við þessar tölulegu upplýsingar.
Hvaða áhrif hefur það á ungan dreng að missa bæði móður og föður á
unga aldri, alast upp meira eða minna á flækingi hjá fjarskyldum ætt-
ingjum og þurfa að berjast bláfátækur til náms?
Hvernig leið ungu prófastsdótturinni, sem var alin upp við öryggi og
gott atlæti í faðmi stórrar fjölskyldu, þegar hún flutti úr föðurhúsum, í
húsmennsku að Hvoli í Mýrdal og hóf búskaparbasl með bláfátækum
presti?
Afi fæddist að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal þann 10. mars 1864. For-
eldrar hans voru hjónin Þórarinn Stefánsson snikkari eða trésmiður og
önnur kona hans, Þórey Einarsdóttir. Þegar afi var þriggja ára dó móðir
hans frá honum og þremur árum seinna missti hann föður sinn.
Þórarinn Stefánsson var þríkvæntur og eignaðist hann átta börn með
konum sínum. Eftir lát hans 1870 virðist svo sem þeim sjö börnum, sem
lifðu hann, hafi verið tvístrað til ættingja.