Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 134
132
MÚLAÞING
Segir fátt af dvöl afa hjá frænda sínum, en af heimildum má ráða að
hann hafi ekki alltaf notið frændseminnar sem skyldi.
Arið 1884 er afi kominn að Brekku í Fljótsdal til hálfbróður síns,
Brynjólfs, og konu hans, Sigurveigar Gunnarsdóttur. Sigurveig var föð-
ursystir Gunnars Gunnarssonar rithöfundar.
Afi var um þetta leyti eftirsóttur kaupamaður sakir hreysti og líkams-
burða, auk þess sem hann þótti afburða sláttumaður. Þetta kom sér vel,
því hann varð sjálfur að koma sér í gegnum menntaskóla, sem á þeim
árum tók 6 ár. Síðustu þrjú árin las afi utanskóla sökum fátækar, en lauk
þó stúdentsprófi á tilskyldum tíma árið 1886.
Næstu tvö árin notaði afi til að borga skuldir og búa sig undir námið í
prestaskólanum. Hann vann fyrir sér m.a. sem heimiliskennari, og var
sem slíkur ráðinn til Vopnafjarðar snemma árs 1888. Þar kynntist hinn
ungi kennari prófastsbörnunum á Hofi, fimm dætrum og einum syni.
Þau kynni urðu honum og okkur sem hér erum í dag æði örlagarík, því
þar fann hann konuefnið sitt, Ragnheiði, sem þá var 21 árs.
Þann 3. júní 1867 eða um svipað leyti og Þórarinn lilli verður móður-
laus norður á Jökuldal, fæddist stúlka suður á landi, nánar tiltekið að
Mosfelli í Grímsnesi. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson prófastur og
kona hans Þuríður Kjartansdóttir. Litla stúlkan var fædd 3. júní 1867 og
skírð Ragnheiður. Þegar hún var 15 ára fluttist fjölskyldan að Hofi í
Vopnafirði, en þar hafði faðir hennar fengið brauð. Svo segir sagan, að
þegar sr. Jón flutti til Vopnafjarðar, hafi Vopnfirðingar riðið á móti hon-
um og beðið hann að snúa við, því þeir kærðu sig ekki um að fá hann
sem prest. Vildu heldur fá son gamla prestsins á Hofi. Sr. Jón tók erindi
þeirra ljúfmannlega og fullur skilnings, en þar sem nú væri liðið á sumar
og erfitt að flytja milli landshluta með stóra fjölskyldu, sagðist hann ætla
að vera veturinn, og bað þá um að koma næsta vor, ef þeir væru enn
sama sinnis. Þetta þótti Vopnfirðingum sanngjarnt og sneru við. En
aldrei vöktu þeir máls á þessu aftur, og var langafi ástsæll prestur að
Hofi til dauðadags eða í 16 ár.
Prófastsdæturnar á Hofi þóttu hver annarri glæsilegri, og hefur hann
eflaust verið sama sinnis heimiliskennarinn ungi, þó svo ein þeirra yrði
honum sérstaklega hugleikin. Henni hefur greinilega líka litist vel á
manninn, enda er honum lýst á þeim árum, sem háum vexti, heldur karl-
mannlegum, grannvöxnum og fremur laglegum. Þegar hann fór um vor-
ið, bundust þau Ragnheiður heitmælum um að hún sæti í festum, meðan
hann hraðaði prestsnáminu sem mest hann mátti.