Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 135
MÚLAÞING
133
Afi lauk prestsnáminu á tveimur árum og var veitt Mýrdalsþing síðla
hausts 1890. Sá böggull fylgdi skammrifi að enginn samastaður fannst í
prestakallinu fyrir prestinn, því prestsetrið hafði nýlega verið byggt
(þ.e.a.s. leigt) bónda einum. Það var því hvergi pláss fyrir prestinn ein-
an, hvað þá með eiginkonu. Loks gat hinn ungi prestur holað sér niður á
bænum Hvoli, og bjó hann þar í húsmennsku í þrjú ár.
Brúðarmálin urðu því að bíða enn um sinn, en 23. júlí 1891 var brúð-
kaupið haldið, og hafði amma þá setið þrjú ár í festum. Fyrstu tvö árin
bjuggu þau í sambýli við aðra að Hvoli, en fluttu svo að prestssetrinu
Felli.
I Mýrdalnum fæddust elstu dæturnar, Þuríður 1892 og Sigríður 1894.
Þegar prestlaust varð í Fljótsdal 1894, sóttu þau þangað og fluttu að Val-
þjófsstað á fardögum 1895. Bjuggu þau þar svo óslitið í 44 ár, er þau
fluttu til Sigríðar dóttur sinnar og Ara læknis að Brekku í Fljótsdal og
eyddu þar síðasta æviárinu.
Á Valþjófsstað fæddust svo börnin eitt af öðru: Jón 1895, Þórhalla
1897, Unnur 1898, Bryndís 1899, Margrét 1902, Þórarinn 1904 og Stef-
án 1907. Af þeim systkinum er Þórhalla nú ein á lífi og lifir í hárri elli í
Reykjavík.l)
Heimilið á Valþjófsstað var rómað fyrir gestrisni og glaðværð. Þau
presthjónin þóttu einstök heim að sækja, og systkinin börn þeirra tóku
óspart þátt í glaðværðinni og áttu sinn þátt í henni.
Valþjófsstaður um aldamótin 1900. Mynd Vigfús Sigurðsson. Þjóðms.
11 Þórhallalést 31. maí 1993.