Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 136
134
MULAÞING
Til er ritgerð um ævi afa og sambúð þeirra hjóna í bókinni Faðir minn
- presturinn, skráð af syninum Þórarni. Er það ómetanleg heimild fyrir
okkur afkomendurna og mæli ég með henni til aflestrar. Ég vil leyfa mér
að lesa úr greininni stuttan kafla, þar sem prestheimilinu og andanum
þar er lýst:
Aður var á það minnst, að prestsheimilið á Valþjófsstað hefði verið
annað heimili kirkjugesta. Það var það líka fyrir marga fleiri, svo gest-
kvæmt sem þar var árum saman. Þótt gestakoma á Valþjófsstað hafi
máske verið meiri en venja var á prestsheimilum í sveit fyrr á árum,
voru þessi heimili yfirleitt svo samtvinnuð mannlífinu í heimasókninni,
að þetta tvennt verður tæpast aðskilið, ef fella á hlutlægan dóm um störf
prestsins og áhrif hans í prestakallinu.
Þótt foreldrar mínir hafi fyrst og fremst mótað þetta heimili, þá fór
ekki hjá því, að unga fólkið, sem þar ólst upp, hafi sett nokkum svip á
það er fram í sótti. Því vel ég þann kostinn, til að byrja með, að kveðja
aðra til vitnisburðar um þetta æskuheimili mitt.
Fyrstur skal tilkvaddur Halldór Stefánsson, fyrrv. alþingismaður. í bók
sinni, Ævislóð og mannaminni, kemst hann svo að orði: “Prestur var þá
séra Þórarinn Þórarinsson, einn meðal margra frænda minna af Vefara-
ætt, mikill maður vexti og höfðinglegur. Samvalin að gjörvuleik og
glæsibrag var kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Hofi. Á prestssetrinu
var eðlilega gestkvæmt á messudögum og oftar. Viðtökurnar voru af
alúð og innileik. Sátu gestir löngum við glymjandi söng og annan góðan
fagnað.”
I minningargrein sem Páll Hermannsson, fyrrv. alþingismaður Aust-
firðinga eins og Halldór og einnig gamall Fljótsdælingur skrifaði um
Valþjófsstaðaheimilið og húsbændurna þar, segir svo: “Fá eða engin
hjón hef ég séð gjörvulegri. Hann hánorræn kempa, allra manna mestur
á velli og höfðinglegastur svo að athygli vakti, hvar sem hann fór.
Hreinskilinn og einarður í máli, raungóður og tryggur. Athugull var
hann um fjárhagi sína, en hinn mesti höfðingi heim að sækja. Framúr-
skarandi gleðimaður, bæði á heimili sínu og utan þess. Hún var hin fríð-
asta kona og drengilegasta, þýð í lund og prúð í framkomu, nærgætin og
umhyggjusöm húsmóðir og ástrík móðir. Þau hjón voru ástsæl af sókn-
arbörnum. Til prestsins var auðvitað leitað, þar sem sorg hafði kvatt til
dyra, þótti návist þeirra hjóna þá löngum hinn mesti raunaléttir. En þau
þóttu einnig ómissandi á öllum gleðifundum. Yrðu menn ekki glaðir í
þeirra návist, gátu menn ekki orðið það.
Valþjófsstaðaheimilið var í tíð þeirra hjóna héraðsfrægt, ef ekki lands-