Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 143
SÉRA SIGMAR I. TORFASON
Samtíningur um landnám Gunnólfs
og fleira á Langanesi
Langanes
I Landnámabók segir, að Gunnólfur kroppa Þórisson hauknefs1’ hersis
nam Gunnólfsfell og Langanes allt fyrir utan Helkunduheiði. Landnám
hans var því nyrzta byggð Austfirðingafjórðungs.
I Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar segir: „Langanes er norðast í
Austfirðingafjórðungi, lítt byggt og horfir í landnorður. Þar gengur
Helkunduheiður eftir nesinu frarn. Hún skilur fjórðunga Austfirðinga og
Norðlendinga og er þar settur upp hamar Þórs í heiðinni, sem fjórðunga
skilur“.2)
Hið ógnþrungna nafn Helkunduheiður hefir betur geymzt á bókum en
í máli þess fólks, sem bjó þar í grennd. Orsök þess er ókunn eins og upp-
runi nafnsins. Skýringar verða aðeins tilgátur. Sú kom mér fyrst í hug,
að orðið helkunda væri eins myndað og samkunda=samkoma.
Helkunduheiði merkti þá heiði, þar sem menn hefðu farizt eða orðið úti,
e.t.v. margir í sama sinni. Að ,,koma í hel“ merkir að deyða samb. í 1.
versi 15. Passíusálms Hallgríms Péturssonar: ,,hvernig þeir gætu greið-
ast Guðs syni komið íhel“ og einnig orðtakið: ,,Ei verður feigum forð-
að né ófeigum í hel komið“.
I yngri fornbréfum íslenzkum finnst ritað: Helkundarheiði. Orðið
kuridur merkir sonur sambr. gr. yvntos og lat. (g)natus=fæddur. Mætti
þá hugsa sér að kundur Heljar væri illvættur, sem grandaði mönnum á
heiðinni. I fróðlegri ritgerð eftir norskan3' prófessor um nafnið
Helkunduheiði telur hann hugsanlegt að helkunda sé kvenkyns mynd af
(hel)kundur og átt sé við kvenlega veru frá dauðraríkinu, tröllslega
11 Tölurnar vísa til heimildaskrár.