Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 144
142
MÚLAÞING
meinvætt, sem Þór einum væri treystandi til að veita viðnám. Hvfli þá
alvara goðsögunnar yfir Helkunduheiði. En hvers vegna hverfur þetta
nafn úr daglegu máli fólks á þessum slóðum? Því verður ekki svarað
með vissu, en mér sýnist hugsanlegt, að það stafi af áhrifum kristni síð-
ar, sem útrýmdi heiðinni fomeskju.
I stað Helkunduheiðar, hafa mjög lengi verið notuð þrjú nöfn: Hall-
gilsstaðaheiði innst, þá Brekknaheiði og, svo sem lækkandi framhald af
henni Sauðanesháls, sem liggur allt norður undir bæ á Sauðanesi. Svo
langt má segja að Helkunduheiði “gangi eftir nesinu fram”. Langanes
hét og heitir enn byggðin vestan heiðarinnar upp með Hafralónsá allt inn
á Tunguselsheiði. Austan Helkunduheiðar, frá Jónsbrún rétt vestan
(ofan) við Gunnólfsvík byrjar lægðadrag. Vatnadalur, og ná lægðadrög
nær óslitið norður undir Sauðaneslón. Austan við Vatnadal rís Mel-
rakkaás og norður af honum Eldjárnsstaðaháls. Austan þeirra er annað
lægðadrag, sem byrjar í Bjamadal og er svo norður með Lónsá, er fellur
í áður nefnd Sauðaneslón.
Það hefir verið talið vafalítið, að norður landmörk Austurlands á land-
námsöld hafi verið við Sauðaneslón, annað hvort með Lónsá eða um
Vatnadal.41
Það er mjög ólfldegt, að menn hafi talið Helkunduheiði ná lengra út á
Langanes. Sennilegast er talið, að þessi elztu fjórðungamörk hafi haldizt
óbreytt allt til 1105. Þá var landinu skipt í tvö biskupsdæmi og hlaut
Hólabiskupsdæmi Norðlendingafjórðung einan. Langanes var mikið
hlunnindapláss, og segja má að því væri þá jafnt skipt milli biskups-
dæmanna, af Helkunduheiði, og sem næst eftir miðju nesinu allt út að
Biskupssteini á Skoruvíkurbjargi. Héldust þau fjórðungamörk óbreytt
allt til 1841, er stofnuð var Norður-Þingeyjarsýsla. Var þá öll austur-
strönd Langaness inn að Fossdal utan við Gunnólfsfell, þ.e. svo nefndur
Austurhreppur, tekinn undan Skeggjastaðahreppi og lagður til Sauðanes-
hrepps. Hefur svo haldizt síðan.
Austurhreppur var í Skeggjastaðaprestakalli og haft var í munnmæl-
um, að fyrrum væru útkirkjur á Fagranesi og á Skálum, smbr. þjóðsögur
um síra Martein eldra Jónsson á Skeggjastöðum5). Hann bar fram kæru
árið 1641 á prestastefnu Brynjólfs biskups Sveinssonar í Vallanesi á
Völlum, að sóknarfólk á bæjunum austan á nesinu sækti kirkju til
Sauðaness.6)
Lét Brynjólfur biskup 10. ág. 1641 dæma þessa bæi til Skeggjastaða-
prestakalls. Mun svo hafa staðið um nokkra áratugi, en 1752, er þeir
Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson komu þar,7) þá eru þessir bæir komnir