Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 145
MULAÞING
143
í Sauðanesprestakall og voru það síðan, en þeir inega nú teljast allir í
eyði. Þessir bæir voru: Fagranes, Eiði, Hrollaugsstaðir, Selvík, Kumbla-
vík, Skálar og Skoruvík.
Svo var sagt í sóknarlýsingu Skeggjastaðasóknar 1841 um Gunnólfs-
vfkurfjall: “Tjáist fyrrum að miklu eða öllu leyti hafa verið grasi vaxið
og alfaravegur meðfram því sjávar megin til Fagraness á Langanesi. Nú
þar á móti er fjallið þar allt komið í skriður, kletta og mela svo gangandi
manni er naumast fært meðfram því í ládeyðu.” Þann alfaraveg, sem
þarna er nefndur, hafa prestar á Skeggjastöðum hlotið að fara fyrr á öld-
um. Engin manntöl eru til frá þeim tímum, því að þau byrja ekki fyrr en
1785, en með hjálp Sauðanespresta, sem manntöl skráðu er mögulegt að
rifja upp, hverjir hafa síðan verið ábúendur á þessum bæjum. Þetta verð-
ur þó ekki gert hér, nema að litlu leyti, aðeins bent á heimildir.
Fagranes
Löng bæjarleið er frá Gunnólfsvík að Fagranesi. Því var reynt að fara
skemmstu leiðina, með sjó að mestu, og þurfti að sæta sjávarföllum. Sú
leið er bæði vandfarin og varasöm og aðeins farin af kunnugum. Auð-
veldast þykir nú að fara af akvegi sunnan Eiðisvatns. Þaðan er stutt að
reiðgötu, sem liggur frá Hlíð á Langanesi að Fagranesi.
Fáir munu nú leggja leið sína á þessa afskekktu jörð, sem hefir verið í
eyði s.l. 50 ár. Engin hús standa þar lengur. Þar var löngum tvíbýli. Bær-
inn stóð á fremur mjóu undirlendi undir grösugri íjallsbrekku. Það vekur
athygli, að land er þar grasi gróið allt upp á fjallabrúnir, enda í skjóli
fyrir norðanátt. Þar var snjólétt og góð vetrarbeit. „Himnaríki á jörð,“
sagði gamall fjárbóndi, sem bjó um skeið á Fagranesi og vildi lýsa land-
kostum þar. Gömul sveitarvísa segir:
Fagranes er falleg jörð,
finnst þar bóndinn Eymundur.
Honum er til hjálpar gjörð
húsmóðirin Þorgerður.
Hér er átt við hjónin Eymund Eymundsson og Þorgerði Helgadóttur,
gift 1791. Þau bjuggu á Ytra-Lóni og einnig um tíma á Fagranesi, en
voru í Gunnólfsvík 1808-1809. Þorgerður var dóttir Helga sterka bónda
þar (sjá Ættir Þing. II. bls. 26-27), en Eymundur var sonur Eymundar
bónda á Skálum, Olafssonar “Skorvíkings” bónda í Skoruvík Finnboga-