Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 146
144
MÚLAÞING
sonar (sjá Ættir Austfirðinga III. bd. bls. 488-489). Þeir Helgi sterki og
Olafur “Skorvíkingur” eru því nefndir hér, að niðjar þeirra urðu mjög
fjölmennir á Langanesi og finnast þar enn. Margir fluttust þó fyrrum til
Ameríku.
Bændum á Langanesi utanverðu var mikið hagræði að viðskiptum við
útlend fiskiskip. Voru þá búsafurðir látnar í skiptum fyrir kaupstaðarvör-
ur. Nutu Fagranesbændur slíkra viðskipta a.m.k. allt fram á þrjá fyrstu
áratugi þessarar aldar.
I Byggðasögu Norður-Þingeyinga, sem nefnist Land og fólk (útg. Ak-
ureyri 1985), er ábúendatal á flestum jörðum og vísast hér til þess um á-
búendur á Fagranesi 1850-1939 og um ábúendur hinna jarðanna, sem
hér eru taldar.
Eiði
Að norðanverðu við Eiðisvatn er bærinn Eiði. Vatnið er bæði stórt og
djúpt og veiði í því, enda hefur það afrennsli í sjó. Mjór malarkambur er
milli þess og sjávar.
Sunnan vatnsins var fornt eyðibýli Eiðissel, þar var byggt upp nýbýli,
Ártún úr Eiðislandi um 1937, en fór í eyði 1974, eins og Eiði. Vel gæti
hugsast, að Fagravík bústaður Gunnólfs hefði verið við Eiðisvatn, sbr.
nafnið (Fagranesvík) Fagradalsvík, sem er á gömlu landabréfi. Á Eiði
stendur reisulegt steinhús byggt 1953, en önnur hús ei nothæf.
Núverandi eigendur Björn og Hákon Erlendssynir frá Firði í Seyðis-
firði búa þar á sumrum, stunda þá veiði í vatninu og hafa gert þar til-
raunir með að sleppa í það laxaseiðum.
Vestan við vatnið liggur Eiðisskarð þvert yfir Nesið, svo lágt að hæst
er þar rúmir 20 m yfir sjávarmál. Þar liggur mjög oft dimm þoka yfir
þótt bjart sé innar á Nesinu. Þótti mjög óþurrkasamt á Eiði og því skilj-
anlegt, að Daníel Jónsson bóndi þar 1883-1929 byrjaði manna fyrstur að
verka vothey. Einnig verkaði hann súrþara til fóðurs. Hann var mesti
dugnaðarmaður og í mörgu á undan sinni samtfð. Faðir hans, afi og
langafi bjuggu þar á undan honum, sá elzti þeirra var orðinn bóndi á
Eiði laust eftir 1790.
Dóttir Daníels Þorbjörg var húsfreyja á Eiði 1898-1940 og þrír synir
hennar bjuggu þar einnig síðan, lengst Jóhann Gunnlaugsson til ársins
1974. Jón sonur Daníels drukknaði í Eiðisvatni rúmlega tvítugur.
Áður nefndur Daníel gerði hólma í Eiðisvatni með því að flytja grjót á
sleðum út á ísilagt vatnið. Þannig kom hann þar upp æðarvarpi. Eiði er