Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 149
MÚLAÞING
147
Árið 1941 voru 10 heimili á Skálum og 53 íbúar. Um þær mundir fóru
tundurdufl, er lögð voru út af Austfjörðum vegna heimsstyrjaldarinnar,
að slitna upp og sprungu víða í fjörum þar á meðal á Skálum. Skemmd-
ust þar hús, en fólk slapp án alvarlegra meiðsla. Þetta auk margs annars
olli því að fólk fluttist burt. Síðastur bjó þar Lúðvík Jóhannsson, en Jó-
hann faðir hans Stefánsson, sem keypt hafði jörðina 1910, bjó þar allan
sinn búskap 1901-1945. Áður var jörðin eign Hofskirkju til 1910.
Ofanskráð efni um Skálaþorp er að hluta til tekið upp úr fróðlegri rit-
gerð Þóru G. Sigurðardóttur um Skála á Langanesi, sem er prentuð í
bókinni Land og fólk, Byggðasögu N-Þingeyinga. Þar er greinagóð frá-
sögn um framkvæmdir og mannvirkjagerð og fleira, er Skála varðar. Er
því vísað til þess hér.
Meira en klukkustundar gangur mun vera frá Kumblavík út að Skál-
um. Þar sjást mörg rnerki húsa og mannvirkja, grafreitur var vígður þar
og notaður um tíma. Líka má þar líta leifar brimvarnargarðs og bryggju.
En fyrst og fremst skal hugað að elzta bæjarstæðinu sem var næstum
frammi á bjargbrún á Skálum. Sagt var að Guðmundur biskup góði hefði
vígt bjargið við bæinn og því sakaði hvorki menn né dýr, þótt féllu þar
niður. Frá fornu fari var aðallendingarstaður við svo nefndan Hnall, sem
er smáklettur eða sker. Þó voru þar víðar uppsátur. Skammt utan við
Skálabæ taka við allhá fuglabjörg, er ná allt út á Font.
Rúmlega 7 km. frá Skálum er svo nefnd Lambeyri. Fært er að ganga
þar niður. Þar sáust fyrrum leifar sjómannaskála og var þá lítil tjörn á
eyrinni og mjótt malarrif milli hennar og sjávar. (Heimild Ó. Ólavius II
bls. 108). Mátti því geyma þar báta með því að setja þá yfir rifið upp á
tjörnina. En stórvirk er hafaldan við Langanes. Hún hefir nú fyrir löngu
fyllt tjörnina grjóti og máð út allar verstöðvaleifar á Lambeyri. Til eru í
þjóðsögum (Gráskinna hin meiri) sagnir um reimleika á Skálum og þar
má finna lýsingar á húsum og fleiru er varðar atvinnurekstur á staðnum
á meðan hann var með mestum blóma.
Skoruvík
Nú víkur sögu til Skoruvíkur, sem frá öndverðu og allt til 1841 var
nyrzti bær í Skeggjastaðahreppi og einnig í Skeggjastaðaprestakalli
a.m.k. fram á 18. öld. Þar endaði þá hin langa húsvitjunarleið Skeggja-
staðapresta á þeim tíma og hæfir því að enda hér þetta yfirlit yfir bæi
Austurhrepps. Ekki átti Skeggjastaðakirkja ítök né jarðir á Langanesi.
Hofskirkja í Vopnafirði átti Skoruvík, Skála og Kumblavík, en Hóla-