Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 151
SÉRA EINAR Þ. ÞORSTEINSSON
Prédikun
Flutt á niðjamóti séra Guttorms Vigfússonar og Friðriku Þórhildar
Sigurðardóttur í Stöðvarfjarðarkirkju 1992 og á við greinar frá niðja-
mótinu í síðasta hefti, Múlaþingi 20, bls. 82-104.
Guðspjall: Matt. 5 14-16.
Náð sé með ykkur og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú
Kristi. Amen.
“Sjáið merkið Kristur kemur, krossins tákn hann ber,” segir í þekktu
versi. I því sambandi var það afdrifarrkt fyrir framgang kristinna hug-
sjóna, þá keisari einn í Rómaveldi hinu forna, þar sem kristnir menn
höfðu verið ofsóttir oft grimmilega, sá ljómandi krossmark á himni,
kvöldið áður en hann lagði til orustu. En neðan við krossmerkið stóð
skrifað ljósstöfum: Með þessu merki muntu sigra. Keisarinn hlýddi
þessari vitrun og lét þá þegar setja krossmerki í gunnfána sinn og hélt
fram til orustunnar daginn eftir og vann sigur á andstæðingum sínum,
sigur sem hafði úrslitaþýðingu fyrir útbreiðslu kristinnar trúar í Róma-
ríki, því að skömmu síðar gaf þessi keisari kristnum mönnum trúfrelsi,
sem kom í stað ofsókna.
Síðan þessir atburðir áttu sér stað, hafa aldirnar og árin runnið sitt
skeið, þjóðríki risið og fallið, orustur verið háðar með sigrum og ósigr-
um, kynslóðir komið og farið í framvindu þróunar mannlífsins. En eftir
stendur ljósmerkið hans, sem bar sinn kross upp á Golgata og var negld-
ur á hann, en sigraði samt, ljósmerkið, sem kristið fólk á hinum ýmsu
tímum, vítt um lönd, hefur viljað hefja til flugs og standa vörð um. Má í
því sambandi nefna kærleika til Guðs og fólks, hjálpsemi við bágstadda,
sbr. stofnun Rauða Krossins á síðustu öld, frið, bræðralag og réttlæti,
aukna menntun og fleira það, sem lyftir okkur mönnum yfir frumskóga-
eðlið. Allt í anda hans, sem í upphafi starfs síns flutti þá merkustu ræðu,
sem um getur, Fjallræðuna, þá hann var staddur á hæð einni við Galíleu-
vatnið og guðspjallsorðin vísa til.