Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 152
150
MULAÞING
Mér er það mjög minnistætt, þegar ég kom á þann stað á sólheitum
vetrardegi, þá vetrarsólin varpaði geislum sínum á kyrrt vatnið, þar sem
fiskimenn huguðu að netum sínum alveg eins og forðum, þegar Jesús
Kristur kallaði fyrstu lærisveina sína og hélt sína innihaldsríku ræðu í
hlíðinni við Galfleuvatnið.
Og nú erum við stödd hér í þessari nýju kirkju á Stöðvarfirði á þakkar
og minningar stundu. Rétt áður en við gengum inn í þetta fagra guðshús,
drógum við fánann okkar íslenska að húni þeirrar gjafar, sem verður af-
hent á eftir til minningar um presthjónin síðustu í þessum firði, séra
Guttorm Vigfússon og Þórhildi Sigurðardóttur og einnig fyrri konu
hans, Önnu Jónsdóttur.
Afi minn, séra Guttormur, var alllöngu hættur prestsskap, þá ég man
hann rúmliggjandi síðskeggjaðan öldunginn í kaupfélagshúsinu á Stöðv-
arfirði hjá þeim Benedikt og Fríðu. Ömmu mína Þórhildi man ég betur,
og á ég enn litla gjöf, sem hún gaf mér eitt sinn, þegar ég fór með móður
minni að heimsækja hana. En þótt ég hafi ekki þekkt þau neitt, þá þau
unnu á kristninnar akrinum í Stöð, þá held ég geti sagt með sanni, að
þau héldu á lofti ljósmerki krossins, ljósmerki kristinna hugsjóna og
menningar í þessari byggð. Þau settu það ljós ekki undir mæliker, heldur
á ljósastikuna, svo að það mætti lýsa um fjörðinn, sóknina alla og víðar.
Heimili þeirra í Stöð var vissulega menningarheimili, þar sem prestur-
inn, séra Guttormur, fræddi og kenndi - einn síðasti latínuklerkurinn á
landinu - en maddama Þórhildur - eins og sóknarbörnin kölluðu hana -
sá um heimilishaldið úti og inni af alúð og myndugleika. Þau hjónin
voru því vissulega traustir kyndilberar ljósmerkisins góða. Þeirra líf-
stjáning til síns sóknarfólks var í raun og sann í anda orðanna: Sjáið
merkið, Kristur kemur.
Það fordæmi þeirra er einnig til fyrirmyndar og hvatningar okkur niðj-
um þeirra. Til hvatningar að halda því merki á lofti, sem þau hjónin
störfuðu fyrir lengst af ævinnar hér í þessum fallega firði. Firði, þar sem
fjöllin rísa eins og verðir um lífið hér og vísa tindum sínum til himins,
firði, þar sem lækirnir skoppa og hjala frá ári til árs og mynda sterka
hljómkviðu við undirspil aldanna, sem brotna hér við fjörunnar stein.
Allt þetta er talandi dæmi um skapara himins og jarðar, hann sem
sagði í árdaga: “Verði ljós og það varð”. Hann sendi síðan Jesú Krist í
heiminn á ögurstundu mannkyns til þess að festa sköpun sína í sessi á
akri kristinna hugsjóna, til þess að setja ljósið heilaga á ljósastikuna, svo
að það mætti lýsa út yfir öldur mannlífsins - út yfir tímans og sögunnar
mikla haf - inn í hjörtu einstaklinganna, svo að þeir eignist viljann til