Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 154
ÞÓRHALLUR GUTTORMSSON
Sjávarútvegur í Múlasýslum
Á áttunda áratugi þessarar aldar var í Reykjavík hleypt af stokkunum samtök-
um um útgáfu bókaflokks um Island - land og þjóð - og fyrirhugað að skrifa eina
bók um hvert kjördæmi. Þessi fyrirætlun komst ekki í framkvæmd af ýmsum á-
stæðum, en áleiðis komst hún þó að vissu leyti og það langt hvað Austurlands-
kjördæmi áhrærði að Þórhallur Guttormsson, sem til verkefnisins var ráðinn hér
eystra, skilaði handriti sem sett var í prentsmiðju, en um sömu mundir og verkið
var sett var hætt við þessa útgáfu.
Nýlega sendi Þórhallur mér próförkina leiðrétta, ef hana mætti að einhverju
leyti nota í Múlaþing. Ritstjórn Glettings hefur fengið ljósrit af bókarefninu, svo
og Héraðsskjalasafnið á Egilsstöðum. Einnig geta Skaftfellingar fengið Ijósrit.
Ritverk Þórhalls er býsna fjölþætt og því ágripskennt sem eðlilegt er. Þar er
fjallað um landshlutann sjálfan í svæðalýsingum, jarðfræðilegt eðli, veðurfar,
gróður og dýralíf, einnig sögufræga staði, þróun byggðar og atvinnulíf, félags-
mál af ýmsu tagi og menningarmál. Ritverkið er að því leyti farið að tapa gildi
að það nær aðeins til ársins 1977, og síðan hafa aðrir um sumt af efni þess fjall-
að, svo sem Hjörleifur Guttormsson í árbókum Ferðafélags Islands (Austfjarða-
fjöll 1974 og Norðausturland - hálendi og eyðibyggðir 1987) og þá er búnaðar-
saga Múlaþings eftir Pál Sigbjömsson í Sveitum og jörðum 4. bindi 1978, Iðn-
saga Austurlands, frá eldsmíði til eleksírs (1989), eftir Smára Geirsson, Vega-
gerð og brúarsmíð í Múlasýslum frá 19. öld til 1984 eftir Helga Gíslason í
Múlaþingi 15 (1987).
Fleira mætti vafalaust nefna þótt ekki komi í hug nú. Þá er á það að líta að rit
Þórhalls fjallar um Austur-Skaftafellssýslu jöfnum höndum, og ekki hefur rit-
stjórn Múlaþings hug á að ræna byggðarsögurit Austur-Skaftafellssýslu, Skaft-
felling, efni.
Samt sem áður eru vissir þættir í riti Þórhalls enn í fullu gildi og líklegt að í
námu hans verði grafið framvegis hér í þessu riti og víðar.
Hér er valinn kaflinn um sjávarútveg að mestu óbreyttur, en nokkrum atriðum
þó hnikað til og bætt við með samþykki höfundar. Einnig er efni sem á við Aust-
ur-Skaftafellssýslu sleppt. -Á.H.