Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 155
MULAÞING
153
Útræði
Um langan aldur stunduðu þeir bændur á Austurlandi, sem bjuggu við
sjávarsíðuna, jöfnum höndum kvikfjárrækt og sjó. Þeir reru til fiskjar á
litlum árabátum og veiddu á handfæri. Á sjálfum Austfjörðum voru út-
ræðisjarðir einkum utarlega í fjörðum þaðan sem tiltölulega stutt var á
fengsæl mið.
Þegar komið var fram undir aldamótin síðustu og þéttbýlismyndun
hafin á fjörðunum fór sjávarútvegur að verða meiri þáttur í afkomu út-
vegsbænda og samfara útgerðinni færðist verslun í aukana. Á árunum
1870-80 hófu útlendingar, einkum Norðmenn, umsvifamikla útgerð og
verslun á Austfjörðum svo sem annars staðar er greint frá. Einnig sóttu
Færeyingar hingað til fiskveiða. Þar með færðist geysilegt líf í austfirskt
athafnalíf og Austfirðingar lærðu af þessum útlendingum veiðitækni og
bátasmíði sem rómuð var í öðrum landshlutum.
Bestu útræðisjarðirnar voru á Austfjörðum, frá Berufirði til Seyðis-
fjarðar. T.d. var mikið útræði frá Litlu - Breiðuvik, Vattarnesi, Hafnar-
nesi, Seley og Karlsskála og yfirleitt má segja að útræði hafi verið
stundað frá þeim jörðum sem lágu að sjó og einhver lendingarskilyrði
voru.
I landslagslýsingu Austurlands var frá því sagt að öll strandlengjan
sunnan Berufjarðar væri ein samfelld hafnleysa. Á Djúpavogi var þó
góð bátalending, einnig í Papey. Þrátt fyrir það voru á þessu svæði all-
margar verstöðvar en erfitt að sækja sjóinn vegna sjávargangs.
Álftfirðingar og Hamarsfirðingar reru einkum frá Styrmishöfn, sunnan
Þvottár, og frá Melrakkanesi.
Norðan aðalútræðissvæðisins á Austfjörðum var róið frá Unaósi og
Ketilsstöðum í Hlíð við Héraðsflóa. Útræðisjarðir voru líka við Borgar-
fjörð, Vopnafjörð og Bakkaflóa.
Svo virðist að róið væri á hverri jörð sem land átti að sjó og sömuleið-
is frá fjarlægari jörðum, einkum vor og haust. T.d. áttu Eiðaþinghár-
menn um 1860-1870 báta sem þeir gerðu út frá Vestdalseyri við Seyðis-
fjörð og óljós vitneskja er um róðra fleiri Héraðsmanna.
Austfirskur uppgangstími og veiðar útlendinga
Fram á sjöunda tug 19. aldar höfðu Frakkar um langa hríð verið eina
útlenda þjóðin sem stundaði veiðar við Austurland. Á vetrarvertíð héldu
þeir sig á svæðinu frá Eystrahorni að Ingólfshöfða en fluttu sig síðan