Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 157
MÚLAÞING
155
Norska landnámið náði frá Seyðisfirði til Fáskrúðsfjarðar að Norðfirði
að mestu undanskildum, kauptún risu upp á þessum stöðum, verslun og
útgerð varð blómleg. Því má segja að Norðmenn hafi verið höfundar
austfirsku kauptúnanna og síldin, og síðan þorskurinn, lagt til fjármagn-
ið. Islendingar tóku lrka þátt í þessum athöfnum og reistu sín fyrirtæki
og gerðu út. T.d. lögðu þeir saman í nótabrúk Reyðfirðingarnir Hans
Beck á Sómastöðum og Eiríkur Bjarnason á Karlsskála. Athugandi er að
hvort sem fyrirtækin voru norsk eða íslensk starfræktu þau yfirleitt hvert
um sig bæði útgerð og verslun. Þess vegna er saga verslunar og útgerðar
mjög samtvinnuð. Árin 1878-85 var austfirskur sjór svartur af síld.
Eftir komu Ottós Wathnes til Seyðisfjarðar leið ekki á löngu þar til 6
norsk útgerðarfélög höfðu tekið sér þar bólfestu. Árið 1880 voru útgerð-
armenn í Múlasýslum 113 og þar af 57 við Seyðisfjörð en aðeins 9 við
Reyðarfjörð. Smám saman fór síldin að færa sig til suðurs og ganga
meira inn á firðina sunnan Seyðisfjarðar. Norðmennirnir eltu sfldina og
settust að á nýjum stöðum.
Á Mjóafirði settist Thoresen að, á Eskifirði m.a. Friðrik Klausen. Á
Bakkagerðiseyri við Reyðarfjörð var Wathne og Randulf á Hrúteyri. Á
Reyðarfjörð kom líka Carl Tulinius, kaupmaður á Eskifirði. Bróðir
Ottós, Friðrik að nafni, tók þátt í útgerðinni með bróður sínum og sá um
útgerðina á Fáskrúðsfirði. Carl Tulinius gerði líka út þaðan. Eftir þessar
tilfærslur og umsvif voru útgerðarmennirnir orðnir 174 alls og miklu
fleiri á fjörðunum sunnan Seyðisfjarðar en áður voru.
Aðalveiðarfærið, sem Norðmenn notuðu við síldveiðarnar, var land-
nótin eða kastnótin, 200-400 m á lengd, og byggðist á því að síldin
gengi í torfum. Austfirðingar lærðu síldveiðar af Norðmönnum og var
landnót notuð við síldveiðar fram yfir 1930. Þegar síld var veidd til beitu
var notað lagnet.
Þegar fór að draga úr síldveiðum fyrir austan seint á 9. áratug síðustu
aldar sagði Ottó Wathne: “Denne er et forfærdeligt lotteri” en ekki hvarf
nú sfldin samt með öllu.
Samhliða síldveiðunum voru fiskveiðar talsvert stundaðar á litlum ára-
bátum. Austfirðingar fengu sér norska og einkum færeyska sexæringa
sem þrír menn reru. Eitthvað var þó róið á litlum Austfjarðabátum.
Skútuöldin náði ekki til Austurlands að neinu marki, nema hvað skútuút-
gerð var um skeið á Djúpavogi. Færeysku bátarnir voru léttir í róðri og
hentuðu vel, t.d. þar sem straumar voru miklir.
Þegar síldveiðarnar minnkuðu sneru menn sér af alefli að þorskveið-
um, bæði Norðmenn og Islendingar. Geysileg fiskgengd var á grunn-