Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 160
158
MÚLAÞING
um það fyrst í stað. Þegar líða tók á annan áratuginn færðist útgerð
Austfirðinga mjög í aukana á Höfn en sá galli var á þeirri útgerð frá
sjónarhóli Hornfirðinga að hún var þeim sjálfum lítil lyftistöng.
Um 1918 lagðist árabátaútgerð niður á Höfn. Kænumar þokuðu fyrir
vaxandi vélbátaflota aðkomumanna og vélbátaútgerð heimamanna. í 40
ár stunduðu Austfirðingar meira eða minna sjó frá Hornafirði, eða fram
til miðrar þessarar aldar, og er það merkilegt tímabil í sjómennskusögu
þeirra. Frá 1950 hafa heimabátar á Höfn að mestu ráðið þar ríkjum og
kauptúnið orðið sívaxandi útgerðarpláss.
Austfirðingar létu ekki við það eitt sitja að róa frá Hornafirði á fyrri
hluta aldarinnar. Árið 1936 tóku sjómenn af flestum fjörðum að sækja
sjó á vetrarvertíð suður í Sandgerði. Og gekk svo fram um 1950. Á árun-
um 1954-66 eða lengur reru þeir talsvert frá Vestmannaeyjum.
Meðan austfirskir bátar sóttu suður f verið var þröngt um atvinnu
heima fyrir á vetrum. En um og eftir 1950 fóru nokkrir bátar að fiska við
Suðausturland og flytja aflann á heimahafnir. Þá rofaði til í atvinnumál-
um þar.
Um 1930 fóru Austfirðingar að þreifa fyrir sér með togaraútgerð. Árið
1928 komu 2 togarar austur, Andri á Eskifjörð og Brimir í Neskaupstað.
Um verulegar togveiðar var þó ekki að ræða fyrr en “nýsköpunartogar-
arnir’ bárust Austfirðingum eftir stríð. Þeir urðu 5 talsins, 2 komu á
Eskifjörð og Reyðarfjörð, 2 í Neskaupstað og 1 á Seyðisfjörð. Fyrir og
um 1960 lutu togveiðar í lægra haldi fyrir hinum hverfula fiski, sfldinni.
Síldveiðitímabilið mikla rann upp og stóð fram yfir miðjan 7. áratuginn.
Á meðan var tæpast öðrum veiðum sinnt að ráði nema þá handfæra- og
línuveiði á trillubátum. Trillurnar hafa raunar staðið af sér allar svipting-
ar og umbreytingar í veiðitækni og eru enn í góðu gildi.
Eins og kunnugt er varð bylting í veiðitækni Islendinga með komu
skuttogaranna til landsins um 1970. Nú (1977) eiga Austfirðingar 11
(Hornafjörður dregst frá) skuttogara, Vopnfirðingar 1, Seyðfirðingar 2,
Norðfirðingar 3, Eskfirðingar 2, annan á móti Reyðfirðingum. Á Fá-
skrúðsfirði eru 2 togarar og á Stöðvarfirði 1. Síðan skuttogaraútgerðin
hófst hefur atvinna verið meiri og jafnari á Austfjörðum en áður.
Frá því á 4. tug aldarinnar hefur orðið mikil framför í hagnýtingu sjáv-
arafla. Um það efni verður ekki fjallað hér né þróuninni lýst á hverjum
útgerðarstað. Fiskvinnslustöðvarnar eru í eigu hlutafélaga og samvinnu-
félaga. Algengt er að kaupfélögin eigi hlut í atvinnufyrirtækjum. Nes-
kaupstaður er stærsta útgerðarpláss á Austurlandi.
Á öllum höfnum frá Hornafirði til Vopnafjarðar, að Mjóafirði undan-