Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 162
EINAR VILHJÁLMSSON:
Þrír þættir
Áœtlunarferðir á milli Noregs og íslands
1870-1911
Efnisúrdráttur úr grein í Sjöfartshistorisk Árbog 1970
eftir Bard Kolltveit
Um og eftir 1860 var timbur mikilvægasta varan, sem flutt var til
landsins frá Noregi. Meginhluti norska timbursins kom frá bænum
Mandal á suðurströnd Noregs, og þaðan voru flest norsku skipin, sem
stunduðu siglingar til Islands.
En fyrsta alvarlega tilraunin til þess að skapa jafnframt markað á fs-
landi fyrir aðrar norskar vörur var gerð frá Bergen. ,,Det Islandske
Handelssamlag“ var stofnað þar 1870. Þótt félagið nyti lítils eða einskis
stuðnings eldri verslunarfélaga bæjarins, urðu umsvifin mikil strax
fyrstu tvö starfsárin. Árið 1871 sigldu sextán skip frá Bergen, lestuð
verslunarvörum til fslands og flest sneru aftur með fullfermi af íslensk-
um útflutningsvörum. Allt frá byrjun var það ásetningur félagsins að
koma á reglubundnum gufuskipaferðum á milli landanna. Þó voru allar
siglingar félagsins með seglskipum fram til ársins 1872 að undantekinni
einni gufuskipsferð árið 1870.
Árið 1872 keypti félagið gufuskipið ,,Carlsund“, sem byggt var í Sví-
þjóð 1869. Skipið hlaut nafnið ,,Jón Sigurðsson“ og var ætlað til áætl-
unarferða á milli Bergen og vesturhafna á íslandi með viðkomu á
Hjaltlandseyjum og í Færeyjum. Félagið gerði samning við norsku og
dönsku póststjómimar um póstflutninga á þessari leið. Útgerð “Jóns
Sigurðssonar” varð of kostnaðarsöm fyrir félagið. Auk kaupverðs skips-
ins stóð félagið frammi fyrir því að kolaeyðsla skipsins var mun meiri
en reiknað hafði verið með og rekstrarkostnaður þess vegna of hár. Þeg-
ar síðari hluta ársins 1872 stóð félagið frammi fyrir alvarlegum fjárhags-