Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 164
162
MÚLAÞING
þeirra gerði tillögu um að ekki yrði ákveðið hvort félaganna fengi tíu-
þúsund króna styrkinn. Þessi tillaga var felld með 78 atkv. gegn 44.
Samningar voru síðan teknir upp við Wathnefélagið og gengið frá skrif-
legum samningi. Hin nýja þjónusta var hafin 15. ágúst 1907, þegar gufu-
skipið ,,Eljan“, sem félagið keypti til þessara siglinga, fór frá Kristianiu
í fyrstu ferðina.
,,Vestlandske Lloyd“ hætti Islandssiglingum sínum um haustið og
seldi síðan skip sín til ,,Bergenska“ og ,,Nordfjeldska“ gufuskipafé-
lagsins, um áramótin 1907. Nýju eigendurnir héldu áfram þjónustunni
við Eystrasaltshafnirnar. Það hafði verið hugmynd „Nordfjeldska gufu-
skipafélagsins“ að halda áfram íslandssiglingum með ,,Bergenska“.
En snemmsumars 1908 hóf ,,Bergenska“ íslandssiglingar á eigin
spýtur. Hin sterka fjárhagsstaða „Bergenska gufuskipafélagsins“ gerði
það mun skæðari keppinaut en „Vestlandske Lloyd“.
Wathne bauð „Bergenska skip“ sín og aðstöðu til sölu þegar árið
1909, en því var hafnað. Árið 1910 varð Wathnefélagið gjaldþrota. Um-
ráðamenn þrotabúsins héldu uppi umsömdum ferðum til loka ársins, en
þá voru skip félagsins seld. Tönnes Wathne sem hafði veitt félaginu for-
stöðu, stofnaði nýtt félag og fyrripart ársins 1911 hélt hann uppi ferðum
með leiguskipum. Seinna á árinu varð að samkomulagi að „Bergenska“
yfirtæki áætlunarferðir Wathnefélagsins. „Bergenska“ hélt þessum
ferðum áfram til ársins 1947 er þeim lauk.
Samantekt eftir Bard Kolltveit.
Rutefart mellom Norge og Island 1870-1911
Sérprent úr Sjöfartshistorisk Arbok 1970.
Viti á Dalatanga 1895
Árið 1895 lét Otto Wathne byggja vita á Dalatanga og var það Sigurð-
ur Sveinsson steinsmiður, sem annaðist verkið.
Sigurður var fæddur 12. apríl 1860, í Smiðsnesi, Grímsneshreppi, Ár-
nessýslu. Hann hafði lært fag sitt hjá danska steinsmiðnum Schou og
vann, meðal annars, við byggingu Alþingishússins. Sigurður fluttist til
Seyðisfjarðar, setti þar upp verslun og hóf útgerð auk þess sem hann
stundaði iðn sína. Hann byggði þar fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið, hús
Níels Örum Nielsen við Hafnargötu.
Sigurður lauk byggingu Dalatangavitans um haustið og var kveikt á