Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 166
164
MÚLAÞING
Wathne, mflusteinn varðandi öryggismál sæfara og telur árin með Seyð-
isfjarðarkaupstað, sem einnig á 90 ára afmæli á þessu ári.
Viti Ottos Wathne á Dalatanga var steinolíuviti með spegli, var ljósa-
búnaðurinn frá Sletterhagevitanum í Danmörku. Hugmynd Wathnes var
að setja jafnframt upp þokulúður við vitann en af því varð ekki fyrr en
1918.
Árið 1908 var byggður nýr viti á Dalatanga, var hann reistur nokkru
neðar en sá gamli og nær sjónum. Taldist það heppilegra vegna þokunn-
ar sem tíð er við Austurland.
Vitahúsið var ferstrendur steinsteyptur tum sex metra hár og ljóskerið
þar ofan á. Vitinn var leifturviti með 6. flokks ljósakrónu, olíulampa
með tveim kveikjum og snúningstæki í kvikasilfurskál. Kom Brinch
vitafræðingur til þess að setja ljósabúnaðinn upp. Jafnframt var jörðin
Grund keypt og hýst, til afnota fyrir vitavörðinn. Þokulúðurstöð var reist
við vitann 1918, sú fyrsta hér á landi. Hús yfir hana var byggt við vitann
og hýsti tvær níu hestafla diesélvélar með rafkveikju, í föstu sambandi
við sín hvora loftþjöppuna, sem dæla lofti í kúta 8 m3 að stærð. Þaðan
fer loftið með tveggja loftþyngda þrýstingi með jöfnu millibili tvisvar á
mínútu inn í gufu, sem sendir síðan hljóðið út um trekt.
Stöðin tók til starfa 15. júlí 1918 og hafði þá kostað kr. 40.258,21,
greiddi hafnarsjóður Seyðisfjarðar helminginn. Jafnframt var byggt ofan
á íbúðarhúsið, þar sem tilkoma þokulúðursins krafðist meira mannahalds
og vaktar allan ársins hring, nótt sem dag. Sem dæmi um þörfina fyrir
þokulúðurinn má nefna að árið 1920 gekk lúðurinn samtals í 1778
klukkutíma og lengst samfellt frá 5. apríl kl. 16:00 til 10. aprfl kl. 09:00
eða í 113 klst. Sumarið 1926 voru vélar þokulúðursins endurnýjaðar
með 10 hestafla dieselvélum af betri gerð.
Seyðisfirði 29/6 1895
Dalatangaviti
Svo framarlega að ekkert ófyrirséð hendi, vænti ég þess að hafa vitann tilbú-
inn til lýsingar hinn 1. september í ár.
Breidd, lengd, hæð yfir sjó verður tilkynnt síðar.
Vitinn mun, með þeirri hæð yfir hafflötinn, sem ég ætla að setja hann í, sjást
12 til 14 kvartmílur undan landi og sýna skært, stöðugt ljós með rauðum eða