Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 169
MULAÞING
167
bátum sínum og ýmsum búnaði undan sjó. Þegar því var lokið gengu
menn upp á Hjallsbyggð að skyggnast um. Var þá enn lygnt í Seley og
norður um Hólminn, en hvassviðri stóð út fjörðinn og eins út frá Gerpi.
I lognröndinni sáu þeir lítið seglskip með stefnu til hafs, en harður
straumur bar það í átt til Seleyjar.
Skipið nálgaðist boða sem braut á og sást þá hvar bátur kom frá skip-
inu, komst hjá boðanum og stefndi til lands.
Skipið lenti í broti frá boðanum og flaut ýmislegt lauslegt frá því, en
straumur bar það áfram og kom það á seglum í átt að eyjunni.
Bátsmenn áttu barning og sjáanlegt að hvergi var lendandi út með
firðinum. Var bátsmönnum þá gefið merki um að menn væru í eynni.
Síðan var þeim leiðbeint til lendingar syðst á eynni og teknir þar á land.
Sex menn voru í bátnum og voru þeir illa búnir klæðum. Mestu af mun-
um skipverja tókst að bjarga, einnig matvælum skipsins, en skipið varð
að flaki.
Allt lauslegt sem bjargaðist var flutt til Eskifjarðar og selt á uppboði,
en skipsflakið keyptu menn, sem voru í Seley eða höfðu þar menn. Skip-
ið var rifið og timbrið flutt til lands.
M/S “Dania” var dammskip, með höfuðdekk og millidekk. Undir
millidekkinu var dammurinn þar sem aflinn var geymdur lifandi.
Streymdi sjór um damminn gegnum þriggja þumlunga göt á byrðingn-
um. Tuttugu hestafla Danmótor var í skipinu.
Nokkrir kofar til ísgeymslu voru byggðir í Seley. Snjólétt var í eynni
og því erfitt að ná í snjó eða ís þegar líða tók á vor. Var því oft farið
snemma vors til snjó- og ístöku. Lentu menn þá oft í hrakningum.
Sögn er að á Völuhjalla í Krossaneslandi hafi í fyrndinni búið völva.
Hún var grafin á Hólmahálsi utanverðum þar sem vel sér yfir Reyðar-
fjörð. Hafði hún sagt, að aldrei skyldi Reyðarfjörður rændur, meðan
nokkurt bein hennar væri óbrotið.
Árið 1627, þegar Tyrkir hugðust ræna Reyðarfjörð, gerði hún þeim
gjörningaveður af norðri og hrakti þá frá firðinum. Fyrir hennar álög
björguðust 13 sveitungar hennar, sem leyndust í Ræningjaskoru í Seley.
Fyrir kom að bátum hvolfdi við sjósetningu í Seley, en ekki er þó talið
að manntjón hlytist af. Bátnum ,,Reyðarfirði“ frá Helgustöðum, hvolfdi
skammt frá Seley og drukknuðu tveir menn af honum, en Seleyingar á
Elliða björguðu tveimur mönnum af kili.
Annað dauðaslys varð þegar vermenn í Seley reyndu að læra sund, til-
sagnarlaust í tjörn. Osyndur vermaður reyndi að fleyta sér með því að