Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 170
168
MÚLAÞING
binda flot á bringu sér. Þegar í vatnið kom snerist hann á bakið og náði
þá ekki höfðinu upp úr og drukknaði.
Verbúðum í Seley voru gefin nöfn og eru þessi tilgreind í frásögn As-
mundar: Baldursheimur, Beinárgerði, Beri, Brimböllur, Byggðarholt, Ei-
ríksstaðir, Fjósið, Himnaríld, Hola, Höfðabrekka, Laxabúð, Mársstaðir,
Olabúð, Stóriskáli, Víti og Vítishjáleiga.
Lýsing á einni verbúðinni er eftirfarandi:
Beinárgerði bærinn okkar heitir,
lasinn mjög og lélegur,
lekur þegar skúr kemur.
Þetta er talin góð, almenn lýsing á verbúðum í Seley.
Mikið æðarvarp var á þessum árum í Seley og gaf “Eyjakóngur” öll-
um vermönnum 10-20 æðaregg á bát, eftir því hve varpið var mikið. Ár-
lega gaf varpið 16-20 pund af hreinsuðum dúni. Greiddar voru 10 krón-
ur fyrir að hirða varpið. Kirkjan eignaðist Seley vegna áheits ekkju
bóndans á Krossanesi. Hún missti mann sinn og son í sjó. Hún spurði
prest hvort gjöfin nægði ekki fyrir sáluhjálp þeirra. Prestur taldi nokkuð
á skorta og gaf ekkjan þá jarðeign að auki.
Hér fara á eftir nokkur ömefni úr Seley: Hjallsbyggð neðri, Hjalls-
byggð efri, Bjarg, Bóndavarða, Ræningjaskora, sem er smuga að gjá
austur á eynni, en þar er sagt að menn hafi leynst fyrir Tyrkjum.
Huldufólk var í Seley og er sagan af Seleyjar-Árna og skiptum hans
við það í þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar.
Heimildir eru:
Á sjó og landi eftir Ásmund Helgason.
Sveitir og jarðir í Múlaþingi, ritstj. Ármann Halldórsson.
Árbók Ferðafélagsins, eftir Stefán Einarsson.
Austurland, lýsing Hólmasóknar eftir Hallgrím Jónsson.
Einar Vilhjálmsson