Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Qupperneq 174
172
MÚLAÞING
strax að vitja um þetta, því sig hefði dreymt svo einkennilega til fólksins
í Víðidal undanfarið. Fyrir jólin var verslað smávegis fyrir fólkið i Víði-
dal en þess var aldrei vitjað.
Jón fór strax út eftir og fann þær mæðgur við steininn og kom með þær
heim aðframkomnar eins og fyrr segir. Talið var, að ef þeirra hefði ekki
verið vitjað um kvöldið, hefði það ekki verið gert morguninn eftir, því þá
var komið vont veður. Þegar þær mæðgur voru búnar að vera nokkra
daga á Hvannavöllum og jafna sig, fóru þær í Markúsarsel. Þar var hús-
maður Jón Ámason hjá bróður sínum Antoníusi Árnasyni. Kona Jóns var
Ingibjörg dóttir Sigurðar í Kambshjáleigu og stjúpdóttir Olafar. Safnað
var saman mönnum og líkin grafin upp í Víðidal úr bæjarrústunum.
Eftir verslunarbókum Örum & Wulffs á Djúpavogi var fólkið í Víðidal
til heimilis á Melrakkanesi. Það var sr. Þórarinn Erlendsson á Hofi, sem
sá um greftrunina. Hann treysti sér ekki að fara til Víðidals. Hjá honum
var vinnumaður, Jón Jónsson, sem kom til hans frá Sléttu í Reyðarfirði
árið 1846. Jón var Skaftfellingur að ætt, fæddur 1813 að Lambleiksstöð-
um á Mýrum. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, líklega frá Svínafelli í
Nesjum, og Steinunn Eiríksdóttir Eiríkssonar frá Holtum og kona hans
Ólöf Sigurðardóttir. Kona Jóns Sigurðssonar var Guðný Sigurðardóttir
systir Ólafar. Þessar systur voru systur Ara Sigurðssonar á Skálafelli í
Suðursveit. Sr. Þórarinn sendi þennan vinnumann sinn til Víðidals, til
þess að annast útförina, sem hann gerði. Sr. Þórarinn undirbjó hann og
leiðbeindi. Líkin voru því grafin í Víðidal og þótti Jóni farast það vel.
Eftir jarðarförina var nafn Jóns lengt og hann kallaður Jón söngur. I
Víðidal eru tvö leiði. Er Þorsteinn í öðru en drengirnir í hinu. Eitthvað
var hirt af mör úr fénu sem drapst í snjóflóðinu.
Þegar fólkið flutti í Víðidal gisti það á Hvannavöllum. Það fór um
Buga, Hofsbætur, Tungubót og um Sandhóla niður í Víðidal. Þær
mæðgur voru því leiðinni kunnugar. Höfðu farið hana að sumri til, en nú
var skammdegi og hávetur.
Ragnhildur kona Sigfúsar Jónssonar, er talin 24 ára, þegar hún kemur í
Flugustaði 1854, en hún mun hafa verið 27 ára. Hún var fædd 28/11
1826. Sigfús og Ragnhildur voru á Hærukollsnesi, þegar þau giftu sig,
sem var 26/9 1863. Jón sonur þeirra var fæddur 19/8 1864 á Hærukolls-
nesi.
Jón Sigurðsson var fæddur 1740. Kona hans Guðný Sigurðardóttir
fædd 1745, hjónin bjuggu í Svínafelli í Nesjum.
Jón Jónsson sonur þeirra var fæddur 1786. Líklega faðir Jóns söngs.
Kona hans var Steinunn Eiríksdóttir móðir Jóns söngs. Jón deyr hjá dótt-