Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 175
MULAÞING
173
ur sinni Vilborgu á Rannveigarstöðum 1888, var 75 ára. Þegar byggt var
á Hvannavöllum 1840, var Sigurður Brynjólfsson bóndi á Múla og eig-
andi Múla. Hann mun hafa byggt Jóni. Verslunarbækur Örum & Wulffs
á Djúpavogi greina frá viðskiptum Þorsteins Hinrikssonar við verslun-
ina. Hann verslar fram í miðjan októbermánuð 1848. Hann fær peninga
hjá versluninni og á lítilræði inni á reikningi. Það er því augljóst að snjó-
flóðið hefur ekki fallið fyrr en 1849.
Helstu heimildir:
Kirkjubækur Hofssóknar.
Kirkjubækur Hálssóknar.
Verslunarbækur Örum & Wulffs Djúpavogi.
Vestur-Skaftfellingur.
Örnefnaskrá Múla.
Ættir Austfirðinga.
Landnáma.
Frásagnir Jóns Björnssonar og Jóns Sigfússonar Bragðavöllum.
Reikningur frá 1848
Það fer tæpast á milli mála, að á 19. öld og ekki síður fyrr hefur versl-
un bænda verið ótrúlega lítil. Matföng hafa að langmestu leyti verið
heimafengin og fatnaður unninn heima, prjónaður, ofinn, sniðinn og
saumaður í höndum. Líklegt er að bóndi sem bjó á Melrakkanesi hafi
brugðið sér á sjó eftir fiski í soðið.
Þetta búskaparsnið kemur óbeint fram við athugun á reikningi Þor-
steins Hinrikssonar sem birtist hér á eftir. Um er að ræða ársúttekt bónda
með fimm manna fjölskyldu árið 1848 og verslunin Djúpavogsverslun
sem gerir ársviðskiptin upp, en þau eru að hluta til við verslun Isfjörðs á
Eskifirði, öll viðskiptin á sama reikningi.
Það sem Þorsteinn tekur út er 25 kg af bankabyggi, sem notað var í
grauta, 12 kg af salti, eitt kg af kaffi og 1 1/2 kg af kandís með kaffinu,
3 kg af skonroki (hörðu brauði), 75 kg af rúgmjöli (rúgur og mjöl á
reikningnum) líklega í pottbrauð og til upplyftingar tæpa tvo lítra af
hræódýru brennivíni. Eldspýtur eru komnar fram á sjónarsviðið, svo að
ekki þarf að sækja eld til næsta bæjar þótt drepist undir felhellunni.
Til annarra þarfa og eilítils munaðar tekur Þorsteinn út almanak, girði
í tunnu- og skjólugjarðir, hatt, brúnspón (viðartegund) í hrífutinda, 2
klúta, látúnsvír, rifflað efni (einhvers konar vefnað), extrakt (sem líklega
er saft eða einhvers konar seyði), 40 grömm af lit (lóð=20 grömm) og
skálar, líklega fyrir spónamat. Auk þessarar úttektar greiðir hann dálitla
skuld frá fyrra ári.