Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 179

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 179
MULAÞING 177 tók upp að mestu. Skaflar voru þó eftir hér og hvar. í jólaföstubyrjun snjóaði aftur og dró saman í skafla. Var þá farið að smala fé saman, sem gekk sjálfala úti, eins og venja var í sveitinni á þessum árum. Lömb voru víða tekin í hús um þetta leyti. Jón bóndi í Markúsarseli og Ingólfur vinnumaður hans fóru að smala fénu saman. Þeir fóru inn fyrir féð í Afréttina, sem er vestan á Tungunni og innst í dalnum. Gangan gekk vel, enda veður ágætt og smöluðu þeir Afréttina og áfram út eftir. Þegar kemur nokkuð út eftir dalnum er mikið framhlaup úr fjallinu, sem hefur komið fyrir þúsundum ára og kallast Höfði. Hann rís upp frá Hofsá og er mjög brattur, og er gatan tæp framan í Höfðanum. Höfðinn er vel gróinn að framan og ofan. Aliðið var dags, þegar þeir komu með féð úteftir, og farið að bregða birtu. Þegar þeir nálguðust Höfðann, fór Ingólfur heldur á undan fram með fénu, því hann vissi að snjó hafði lagt framan í Höfðann. Er hann kom út að Höfðanum, var féð komið að skaflinum. Hann hugðist greiða fyrir því út yfir skaflinn. Undir nýja skaflinum var eldri skafl, sem var orðinn harður. Þegar hann kom að skaflinum, brast hann, hljóp fram og tók Ingólf og kindur með sér niður og út á ána. Ain var á haldi, því frost hafði verið undanfarið. Þegar Jón kom á eftir fénu, hafði það runnið út yfir, en hann sá hvergi Ingólf. Hann sá strax ummerkin eftir snjóflóðið og að Ingólfur hefði lent í því. Hann fór niður eftir meðfram og kallaði, en varð ekki var við Ingólf. Hann hafði ekkert í höndum og flýtti sér út í Markúsarsel, sem er lík- lega rúmlega klukkustundar gangur, og svo strax út í Tunguhlíð, til þess að fá hjálp. Þar bjó Albert bróðir Jóns. Stefanía Stefánsdóttir dóttir Bjargar húsfreyju í Tunguhlíð og fósturdóttir Alberts, var send út að Hofi. Albert fór með Jóni inneftir. Er Stefanía kom í Hof, fór Sveinn bóndi Sveinsson strax á stað inneftir til hjálpar. Sigurður Brynjólfsson frá Starmýri var vinnumaður á Hofi. Hann var nýkominn úr göngu á Hofsdal. Hann fór út í Rannveigarstaði með beiðni um hjálp. Ragnar Pétursson, sonur Péturs Péturssonar bónda á Rannveigarstöðum, fór strax inneftir. Frá Rannveigarstöðum var sent út í Hærukollsnes, sem er fram af fjallinu milli Hofs og Múla. Páll bóndi Þorsteinsson fór í Múla, sem er austanvert við fjallið. Björn bóndi Jóns- son hafði hesta á húsi. Stefán kennari Sigurðsson frá Reyðará í Lóni var farkennari þennan vetur í Álftafirði. Har.n var á Múla hjá Karli bónda Jónssyni. Hann fór með Bimi á hestum í Markúsarsel. Hæg norðanátt var þetta kvöld og allbjart, þó var ekki tunglsljós en sá vel stjörnur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.