Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 183
MULAÞING
181
Strax daginn eftir fór ég að laga til og undirbúa búskapinn. Fór út í
skóg, grisjaði stórt rjóður og bar saman stóran köst af viði er notaður var
undir eldamennskuna um vorið. Jónas fór strax um morguninn heim
með hestana nema einn rauðblesóttan er notaður var til að keyra mold-
inni út úr grunninum. Fljótlega komu tveir starfsmenn er hétu Friðfinnur
Runólfsson og Jakob Olafsson, báðir sérstakir kvistir að manntegundum.
Nú var grafið og keyrt frá uppgreftrinum eitthvað nálægt.
Eftir viku kom Jónas og fórum við þá að búa okkur undir að forma
fyrir húsinu. Skilyrði var Jónasi sett, að lærður múrarameistari sæi um
alla steypu, og kom þá Jón Vigfússon múrarameistari á Seyðisfirði og
sagði hann fyrir með blöndun og niðurlagningu steypunnar. Nú réðust
þrír menn til viðbótar, Einar Einarsson frá Fllíðarhúsum í Jökulsárhlíð,
Jón Þórarinsson frá Jórvík og Eirfkur Ftjörleifsson.
Þama við bygginguna var ég önnur hönd Jónasar þegar hann þurfti að
bregða sér frá. Eftir þetta steyptum við sökkla og kjallaraplötu, síðan
slógum við upp fyrir kjallara og undirplötuna, er steypt var yfir kjallara.
Man ég að mikið var erfitt að hræra steypuna, það urðu fjórir að hræra.
Einar í Hlíðarhúsum, síðar bóndi á Ormarsstöðum Fellum hrærði á móti
mér, en Jón frá Jórvík á móti Jakobi, hrærðum alltaf fjórir.
Ég man hve Jón múrari var vandur að því að vel væri hrært saman
sementið og efnið, meira að segja lét hann oft þvo mölina ef hún sýndist
dökk. Friðfinnur bar allt vatn í steypu og þvott.
Það passaði, að þegar við vorum búnir að steypa kjallaraplötu, var
komið að slætti. Sement kom allt í strigapokum og var mikið af þeim.
Voru þeir tíndir saman og breiddir yfir plötuna, timbri raðað yfir og vel
bleytt í, og þannig beið byggingin þar til seint á slætti að tekið var aftur
til við hana. Þá var byrjað að nýju. Bættist þá við Hallbjörn Þórarinsson
bróðir Jónasar, lærður smiður, enda tímafrekt verk að slá upp mótum.
Veggir voru steyptir upp með 95 cm háum (breiðum) flekum sem
voru færðir upp eftir því sem verki miðaði áfram, útveggir hafðir tvö-
faldir og bilið á milli þeirra fyllt með mómylsnu til einangrunar. Síðar
komu aðrar aðferðir og efni til einangrunar, en á þessum tíma þekktist
ekkert af því.
Löngu seinna vann ég við byggingu íbúðarblokka úti í Þýskalandi. Af
viðkynningu á þeim aðferðum sem þar voru notaðar datt mér í hug
Hjaltastaðarhúsið er byggt var þá fyrir 45 árum] og teiknað af Einari Er-
lendssyni arkitekt og fulltrúa hjá húsameistara ríkisins.
Við gerðum húsið fokhelt þetta haust. En gluggana fengum við ekki
fyrr en seinnipart vetrar veturinn eftir. Settum við Jónas þá gluggana í