Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Qupperneq 185
ÁRMANN HALLDÓRSSON TÍNDI SAMAN
Ur dagbókum Sigmundar M. Longs
Um öskugosið 1875
Þetta gos er áreiðanlega einn minnisstæðasti atburður, a.m.k. á Austur-
landi, á 19. öld. Það átti sér stað annan páskadag þann 29. mars. Sig-
mundur er þá á Seyðisfirði og skrifar eftirfarandi í dagbók sína:
“Vestan hægt veður. í morgun kl. 9 varð svo niðdimmt að þvflíkt
myrkur er varla hægt að hugsa sér. Hélst það um 3 tíma, og féll hér-
umbil tveggja þumlunga [5-6 sm] þykkt vikuröskulag - og er það harla
voðalegt, en guð ræður afleiðingunum. Eg fór í mesta myrkrinu til að
vita hvurnin að L. m. e. V. m. liði g. a. h. ætíð. Fæ br. frá h. og skr. h.
aftur.”
Þetta er stuttorð lýsing, en aðra lengri er að finna í ársyfirliti sem
skrifað er í árslokin þetta ár, og er á þessa leið:
Eftir nýár var veturinn 1875 hinn besti með eyðnum og frostleysum,
enda lofthita svo miklum að það sýndist ekki geta verið samkvæmt árs-
tímanum. Gátu menn seinna séð hvað til kom, því eftir nýár fór að verða
vart við jarðskjálfta, (þó urðu hvergi að þeim skaðar) og seinna urðu
menn varir við eldsuppkomu á Mývatnsfjöllum, en þann 29. mars, sem
var annar páskadagur, dundu þau undur yfir meiri hluta Austurlands að
þvflíkt mun enginn hafa lifað sem nú er uppi, mun og enginn vilja lifa
aftur. Þá féll frá tveggja til átta þumlunga þykkt vikuröskulag yfir Jökul-
dal (mest), Fljótsdal, Skriðdal, Völlur, Fell, fram-Tungu, Eiðaþinghá,
Fáskrúðs-, Reyðar-, Norð-, Mjóa-, Seyðis-, Loðmundar- og Borgarfjörð,
lítið í Breiðdal og ekki nærri jafnt í öllum þessum sveitum. Öskufallinu
fylgdi helmyrkur sem mest verður hugsað með dunum og eldingum og
hélst það hérumbil 3 klukkutíma. Hverja skepnu var að taka á hús og
hey í sumum sveitum, enda þótt alstaðar væri auð jörð og veðurblíða hin
mesta. Eftir lítinn tíma fór öskuna að rífa af hæðum og þar sem bratt var,