Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Blaðsíða 186
184
MÚLAÞING
og svo rigndi ofan í jörðina þegar úrfelli kom. Var þá farið aða láta fé út í
þeim sveitum þar sem aska var minnst, en aðrar sveitir ráku af sér í ösku-
laus pláts, t.a.m. Vopnafjörð, Hlíð, út-Tungu, Hjaltastaðaþinghá, Breið-
dal og sumir Fljótsdælingar ráku inn á öræfi, því ekki var margt að því að
láta féð liggja úti. Vorið, sumarið, haustið og það sem af er vetri hefur
verið ágætt hvað tíðina snertir, og nú má heita öríst upp í háfjöll. Ekki
hefur orðið enn vart við að askan hafi skaðað skepnur, því fé gekk vel
undan í vor og gjörði gagn með besta móti í sumar, og skurðarfé reyndist
vel í haust, en hófar slitnuðu venju fremur á hestum og klaufir á kindum
svo sumt varð að kroppa á hnjánum. Líka varð það hárlaust á snoppunni
og líka tannverra en vant er. Það telja menn víst að þetta öskulag bæti
jörðina víða með tímanum - og nú ber mjög lítið á henni í mörgum sveit-
um. Nokkrir bæir á Jökuldal fyrir ofan Gilsá lögðust í eyði, og fór fólkið
flest í Vopnafjörð, og sumir hafa verið í sumar með gripi sína í öskulausu
sveitunum, orðið til um hjálp, því auk þess að þeir í nærsveitunum hafa
hjálpað, allt hvað þeir hafa getað, með gripatöku, engjaláni og mörgu
öðru, og Sunnlendingar eru að safna peningum. Hafa Danir gefið stórfé
og óvíst hvað mikið það verður, og Englendingar sendu í haust gufuskip
til Eskifjarðar með fleiri þúsund sekki af fóðurkorni, maís, bygg og
hafra, og bætir það mikið upp heyskortinn. Norðmenn eru líka að safna
gjöfum og máske fleiri þjóðir - er það að vísu fagurt eftirdæmi þegar svo
drengilega er hlaupið undir bagga með öðrum.
Þetta voðalega öskufall kom úr Dyngjufjöllum og alltaf kvað vera þar
eldur uppi af og til, líka á öræfunum, og nú má hamingjan vita hvar við
nemur við það.
Brúðkaupsveisla á Kleppjárnsstöðum 1864
25. okt. fær Sigmundur bréf frá séra Sigurði Gunnarssyni og með því
2. bindi af íslenskum þjóðsögum og ævintýrum (Jóns Árnasonar), og
daginn eftir leggur hann af stað norður í Tungu ,,í brúðkaupsveislu til
Marteins míns og Margrétar Jónasdóttur að Litla-Steinsvaði.“ Marteinn
var Vilhjálmsson, en foreldrar Margrétar voru vel efnuð hjón á Klepp-
jámsstöðum og vafalaust hefur þetta verið góð veisla. Þar flutti Sig-
mundur brúðkaupsvísur, og svo vill til að enn eru þær vísur við lýði og
verða nú birtar hér eftir stafréttri uppskrift Eiríks Eiríkssonar frá Dag-
verðargerði: