Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Síða 188
186
MÚLAÞING
finnst oss nú. Hann skaut rímnaheitum og kenningum inn í kveðskap
sinn og hugsanir eru ekki stórar í sniðum. Ef til vill er þetta sleggjudóm-
ur, því að sá sem þetta skrifar hefur ekki séð nema tvö kvæði eftir hann,
þetta hér og háðkvæði um Olaf kunningja í Sagnaþáttunum. í síðari dag-
bókum hans eru á nokkrum stöðum ferskeytlur yfirleitt laglega gerðar.
Ef til vill má með nokkrum hætti bera kveðskap Sigmundar saman við
það sem nú er ort. Stuðlar sjást nú vart í ljóðum hinna yngri skálda, rím
ekki heldur og bragarhættir alla vega ruglaðir samanborið við það sem
áður var, en samt sem áður yrkir fjöldi manna undir gömlum háttum og
með rími og stuðlum. Slíkur kveðskapur var í æðsta gildi á 19. öld og
lengur, en rímnabragðið hverfandi hjá “þjóðskáldum”. En hélt ekki al-
þýða manna í rímnaeinkennin, kenningar þeirra, heiti og hætti, dýrkaði
enn á sjöunda áratugi orðaleiki rímnanna, “holtaþokuvælið” sem Jónas
nefndi svo, með hliðstæðum hætti og alþýðuskáld nútímans halda enn í
ljóðhefðir 19. aldar?
Loðmundarfjörður um 1860
með hliðsjón af dagbókum Sigmundar M. Longs
Loðmundarfjörður var minnsta byggðarlag í Múlaþingi bæði að land-
stærð og fólkstali. Fjörðurinn skerst fremur skammt inn í austurströnd-
ina norðan við Seyðisfjörð. Hann er umkringdur háum fjöllum, hefur
eigin Fjarðará og sérstakan sjóndeildarhring. Hann er mesta snjókista, en
gróðursæll mjög, engjamikill og fjölgrösugur einkum norðurbyggðin
innan við fjarðarbotn. Hann er mjög sjálfstæður á landfræðilega vísu.
Fjallvegir til næstu byggða eru fjórir, Tó um 660 metra yfir sjó til Eiða-
þinghár á Héraði, Kækjuskörð um 700 metra til Borgarfjarðar, Nesháls
um 400 metra til Húsavrkur og Hjálmardalsheiði um 600 metra til Seyð-
isfjarðar. Víðar er gangfært lausum manni um skörð og hryggi, t.d. fór
Sigmundur þráfaldlega Amastaðaskörð þegar hann var sendur í kaup-
stað á Seyðisfjörð frá Ulfsstöðum. Skörðin eru þrælbrött milli Ámastaða
og Vestdals í Seyðisfirði. Lausgangandi mönnum er þó fært meðfram
sjó um Jökul svonefndan til Seyðisfjarðar, en sjaldan er sú leið farin
sökum þess hve löng hún er.
Sunnan fjarðar er mun minna undirlendi en að norðanverðu. Þó vom
þar þrír bæir, Árnastaðir á innsveit, Sævarendi við fjarðarbotn og kotið
Hjálmarströnd út með firði þar sem Hjálmardalsá fellur með fossaföllum