Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 191
MÚLAÞING
189
bæi sveitarinnar. Samkvæmt margnefndu manntali 1860 er þar þá tví-
býli. Aðalbóndi og jarðeigandi var um þær mundir Björn Halldórsson.
Hann var sonur Halldórs Sigurðssonar stúdents frá Hálsi í Fnjóskadal og
Hildar Eiríksdóttur frá Skinnalóni. Hildur var systir Magnúsar Eiríks-
sonar “fraters” sem var allfrægur trúmálagruflari, en Hildur systir hans
orðlögð myndar- og greindarkona. Björn ólst upp á Ketilsstöðum í Hlíð
hjá Birni Sigurðssyni frá Njarðvík og ömmu sinni Þorbjörgu Stefáns-
dóttur pr. Lárussonar Schevings á Presthólum, en fór um 15 ára aldur til
foreldra sinna að Ulfsstöðum og tók við búi þar 1858 27 ára að aldri.
Kona hans var Hólmfríður Einarsdóttir einnig ættuð að norðan. Bæði
voru þessi hjón dugnaðarforkar og myndarleg og Björn rnjög fyrir
Loðmfirðingum. A hinu býlinu bjó Jón Einarsson bróðir Hólmfríðar og
kona hans, Guðný Eiríksdóttir. Þau Guðný og Sigmundur voru systkina-
börn í móðurætt Sigmundar og hann þeirra hjú þetta ár en fór til Björns
vorið 1861.
Alls voru 15 manns í tveim heimilum á Ulfsstöðum þetta ár 1860, auk
hjónanna beggja og Sigmundar vinnumanns Margrét elsta barn Björns
og Hólmfríður fjögurra ára, Björn sonur Björns bónda og Kristínar Ein-
ardóttur systur Hólmfríðar húsfreyju 9 ára, Ólöf Jónsdóttir móðir Hólm-
fríðar. (Reynar segir Sigmundur Ólöfu gömlu Pétursdóttur í Sagnaþátt-
um bls. 202 og er ekki einn um það). Á heimilunum voru auk þess tvær
léttastúlkur 16 og 13 ára, Snjólaug og Anna Guðmundsdætur, Sigurður
Jóhannesson og Sigurður Jónsson vinnumenn, hinn fyrrnefndi síðar for-
ríkur heildsali í Kaupmannahöfn, tvær barnungar dætur Jóns og Guðnýj-
ar, Ólöf og Hólmfríður, og Steinunn Jóhannesdóttir niðursetningur 6 ára.
f Loðmundarfirði öllum eru 1860 143 íbúar á 10 bæjum, 14,3 á bæ að
jafnaði og hafa aldrei fleiri verið á tugaárum á 19. eða 20. öld. Þar er
sveitarbyggð eingöngu með stuðningi af sjósókn. Fólkið neytir þeirrar
vöru sem það framleiðir úr afurðum gripa og veiðir í soðið, verslunar-
viðskipti sáralítil í samanburði við það sem síðar varð, en þó óhjá-
kvæmileg til að gera mat, klæði og jafnvel mannabústaði. Aðkeyptar
vörur eru fyrst og fremst korn í brauð og slátur, salt til geymslu kjöts og
sjávarafla, járn til smíða, strengir í vaði. Kaup á öðrum kaupstaðarvörum
fara eftir efnahag, notkun á sykri, kaffi, brennivíni, tóbaki, húsaviði,
vefnaðarvörum, bókum og fleiri tegundum varnings.
í slíku sjálfsþurftarsamfélagi lifði Sigmundur fram á fullorðinsár og
reyndar lengur, það er ívaf lífs hans. Hann borðar súrt fremur en sætt,
klæðist fatnaði úr ull, vinnur með amboðum og öðrum áhöldum úr reka-
viði, ferðast í' itgangandi fremur en ríðandi, skrifar við koluljós þegar