Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 194
192
MÚLAÞING
hafð’ upp í sér fyllu,
hvern þann bita sem hann át
honum varð að illu.
Prestur kallar skip sitt, hrip sitt,
nafarinn, tafarinn.
Standa þeir á stokkunum
stela niður bjúgunum
bía svo í beðin sín
og binda fyrir ofan.
Betra væri brýnt nef
borað með járnnef
mjótt nef, stinganef,
man ég hann gulnef.
Ræ eg við róður minn,
réttnefur, sléttnefur, kreppnefur.
Hví tókst’ 'ann Narfa
hann kunn’ ekkert að starfa
því 'ann hafði beltið breitt
búinn hníf og kálfskinn’ og klipping,
ullarreyfi og vettling,
þeytikamb og þindikamb.
Með þetta fór 'ann upp á fjall
og gullpeninga marga.
Hrópar 'ann og kallar 'ann,
yfir ána ætlar 'ann
þegar 'onum gefur.
Aldrei skal hann það fá
þó 'onum leiki hugurinn á
taki 'ann aftur Þuríði sína
en fái mér aftur mágkonu mína
Gljúfrar- í -ey
fimmtán marka kræsisker
sem Kolbeinn flutti suður í ver
þjófahnífa Þuríðar,
þénara Hallgerðar,
Broddahnífa bóndinn átti
kampajúða Kolbeinn hafði.
Lúsía ei
sú löng var og næsta þröng.
Fimmtudaginn hafð’ 'ann hettuna,
föstudaginn vildi enginn saum’ 'ana,
laugardaginn saltað’ 'ann sperðilinn,
mánudaginn fór hann upp til halla
og sleikti innan alla
grautardalla.
Syng eg ei meir um sinn
svo dugir Þorsteinn minn.
Lýist þinn loðni kjaftur
og leggðu bókina aftur,
mæddur á margs kyns sorgum
Möðrudals- upp frá -borgum.
Fór eg upp á hnöttóttan stein
að huga að hvort smali minn
kæmi ekki heim.
Uti liggur tíkin þar í túni
norðan rekur nautin að garði
niður er dottin kýrin þar í mýri.
Sækið að 'enni mennina
margir eig’ 'enni að bjarga
út er kominn Kolbeinn inn sterki og
stóri
og keisaramir fjórir
Jón Auðunarson
og strákurinn þar í Hvammi.
Þessa þulu og þær sem hér fara á eftir
lærði Svava af Hallfríði Bjömsdóttur frá
Engilæk Hjalt. (f. 1881).
III
Það var eitt tré
eitt mikið tré
eitt ypparlegt tré.
Og tréð stóð á fögrum fögrum velli.
Það var ein grein
ein mikil grein
ein ypparleg grein
og greinin var á trénu.
Og tréð stóð á fögrum fögmm velli.
Það var einn kvistur
einn mikill kvistur
einn ypparlegur kvistur