Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Side 199
MULAÞING
197
fæddist og pabbi sagði mér víst oftar
en einu sinni, man ekki hvort ferðin
var farin síðar, en mig minnir hann
segja að óráðið hefði verið á Andrési
heim undir bæi í Njarðvík. Sennilega
hafa þeir gist þar.
Eg man ekki heldur hvað þeir voru
að flækjast upp í Hérað um hávetur,
hvort þetta var upphaf kynnisfarar eða
þeir áttu þangað einhver erindi.
Andrés í Geitavík átti langt líf fyrir
höndum, dó ekki fyrr en 1941. Svo
var hoffmannsdropunum fyrir að
þakka. - Armann Halldórsson.
Skriðan á Víðivöllum
Árið 1979 var kaldasta ár aldarinnar
(af þeim sem þá voru liðin) meðalhiti
1,5 stig á Akureyri, en 2,9 stig í
Reykjavík. Septembermánuður var
sérlega kaldur og snjóaði víða, októ-
ber lítið eitt hlýrri.
Sunnudaginn 25. okt. var í Fljótsdal
stórrigning með hvassviðri. Vindur
stóð þvert á fjallið upp af Víðivöllum
og hindraði rennsli lækja svo að vatn
safnaðist fyrir í brekkunum með þeim
afleiðingum að það stóð meira og
minna uppi og jarðvegurinn varð
vatnsósa.
Klukkan milli 8 og 9 um kvöldið
tók sig upp skriðuhlaup við fjallsbrún
í 600-700 m hæð þar sem grettistak
stóð í brúninni, og mun hlaupið hafa
hafist með því að steinn þessi losnaði
úr sæti sínu og tók á rás niður fjallið,
sem ekki er ýkjabratt, gróið að mestu
upp á brún milli Dagmálahnúks og
Brandsaxlar, en skógivaxið neðar.
Jarðvegur allur skreið af stað, skófst
upp niður á berar klappir ofan til í
fjallinu, og skriðan tók stefnu á brúna
á svonefndri Kvísl við fjallsrætur.
Býli eru tvö á Víðivöllum ytri og
sneiddi skriðan hjá bæjarhúsum, en
tók væna spildu úr túni utan við ytri
bæinn. Svartamyrkur var og fénaður á
túninu. Lentu um 40 kindur í hlaup-
inu, og það hreif með sér tvær vélar
sem ónýttust, ennfremur fyllti það og
braut flatgryfju við ysta bæjarhús og
eyðilagði um 5 ha. túns. Skóginn í
brekkunum reif það upp. Skriðan var
um 400 m á breidd við bæina. Það
mun hafa haft áhrif að frost var í jörðu
frá árinu áður.
Þar sem fyrrum voru grashjallar og
skógur, blöstu nú við þegar birti að
morgni berar klappir og urðargarðar,
en aurhaugar niðri á sléttu, á brúnni
og í Kvíslinni út og niður frá bænum.
Þetta var ljótt að sjá.
Nú hefur túnið verið ræktað á ný og
lagað umhverfið heima við. Það
reyndist dýr framkvæmd og allörðug,
en bæjarumhverfið tókst þó að lag-
færa. Nú er gróður byrjaður að festa
rætur þar sem áður var skógurinn,
jafnvel birkiangar farnir að láta á sér
kræla, en ofar er klöppin skafin og
hrein.
Mesta mildi þótti að slys á mönnum
urðu ekki, þótt umferð um veginn og
brúna væri nokkur þetta haustkvöld.
- Séra Bjami Guðjónsson, Rögn-
valdur Erlingsson og Almanak þjóð-
vinafél. 1981 með Árbók íslands
1979.
Eiríkur salti
Sá maður var uppi á Fljótsdalshér-
aði eftir aldamótin 1800 sem Eiríkur
hét, auknefndur “salti”. Af hverju það