Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1994, Page 202
200
MULAÞING
hrossleggur í glufu milli steina. Hún
er á korti nefnd Beinavarða og stendur
rétt á vatnaskilum heiðarinnar norðan
við Hofteigsöldu, en suður af
Smjörvötnum, og beygir þar vegurinn
í norður til Vopnafjarðar, en austur til
Hlíðar.
I vísunum eru ýmist tilgreind eða
typpt á nöfnum ýmissa heiðursmanna
er stundum áttu leið um Smjörvatns-
heiði og ymprað á orðum er eftir þeim
voru höfð og atvikum, sem áður voru
fleirum kunn en nú er. Ef til vill nenn-
ir einhver að grennslast eftir persón-
unum og sögunum þar á bak við.
- Á.H.
Þó að eg sé alltaf ein,
uni eg þó dögum,
því að fólksins gáfnagrein
gjörði allt að sögum.
Þeir, sem fóru þennan veg,
þetta máttu sanna.
Sæl í anda sagði eg
sögu þeirra manna.
Hingað komu höfðingjar,
höfðu margt í tali.
Síðan gerðust sögurnar,
sem er langur hali.
Við þá alla, er vitja mín,
vel eg svörin greiði:
Veistu, að eg er vina þín,
varða á Smjörvatnsheiði.
Mín er alltaf síung sál,
séð það margir hafa.
Ekkert nema ástamál
er eg vön að skrafa.
Útsýnið um heiði há
hingað drengi laðar.
Þeir, sem eiga ást og þrá,
allir nema staðar.
Lít eg yfir liðna tíð
leiftur minninganna.
Það eru kynni af landsins lýð,
ljómi góðra manna.
Oft eg horfi á heiðinni,
hvort eg sé til gesta.
Ljúfmennsku og liðsinni
læt eg aldrei bresta.
Sögurnar eg segja vil,
sem er fólksins vani.
Veiti þær nú engan yl,
er það þjóðar bani.
Ingólf best eg muna má,
minnast Árna líka.
Hofteigs-Bensa gull í gjá
gerði mig svo ríka.
Sakna eg Ingólfs, hýr og hress
hann fór sinnar leiðar.
Þótti betri Borgamess
Brák en Smjörvatnsheiðar.
Þegar hann á hvítum jó
hitti Beinavörðu,
vættur í felli hverju hló,
hvað sem þau nú gjörðu.
Kom hann Múla maður hér,
minnti á tröll í helli,
hundrað kíló, hár og sver,
hann er nú á velli.
Hvað ‘ann oft var hýr á kinn,
hef eg ekki í sögu.