Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 20

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 20
Múlaþing Gunnar flytur minningabrot. Sigurður Blöndal flytur Ijóð úr vísnakompu Einars. því alltaf á rúmstokknum við iðju sína og hafði yfirleitt krossviðarspjald á hnjánum, sem mig minnir að hann kallaði „fjölina“ sína. Einarskompa var sannkallað fræðasetur og um leið sagna- og listasmiðja. Hér kenndi hann okkur yngri systkininum að lesa og draga til stafs. Hér hlýddum við á sögumanninn þylja sögur sínar óumbeðið eða eftir pöntun. Hér horfðum við á drátt- hagan listamann teikna og lita skrautlega upphafsstafi sem hrifu augu margra. Hér voru okkur skornir fuglar úr birki eða beini. Og hér horfðum við á Einar bregða skraut- legar gjarðir og múla og flétta reipi úr hrosshári. Lítum aðeins nánar á Einar við sína fjölbreytilegu iðju. Teiknarinn Það var gaman að fylgjast með Einari þegar hann var að teikna upphafsstafi. Teikniborðið var fjölin góða. Fyrst dró hann meginlínur með léttum blýantsstrikum. Svo byrjaði hann að búa til lauf og blómknappa, sem við kölluðum hausa. Hann var lengi að vinna að hverri stafasamstæðu. Þegar upp- drættinum var lokið tók hann sér penna- stöng í hönd og dró stutt strik eða punkta- línur ofan í blýantsstrikin. Hér gilti það að ekki væri of mikið blek á pennanum svo strikin yrðu jafnbreið og ekki lækju dropar af pennanum. Þegar blekið var orðið vel þurrt strokaði hann út blýantsstrikin. Svo hóf hann að lita línumar, laufin og knapp- ana með daufum litum. Hann notaði blý- antsliti, og í minningunni finnst manni hann alltaf hafa verið með sömu litblýantana. Sumir voru orðnir svo stuttir að hann stakk þeim í einhvers konar haldara eða granna pípu til að hafa betri stjórn á verkinu. Einar teiknaði yfirleitt á rúðustrikaðan pappír og umgekkst hann af mikilli nærfæmi. Varla held ég komið hafi fyrir að örk færi til ónýtis nema þá fyrir hreina slysni. 18
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.