Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 76

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 76
Múlaþing Herflutningaskipið Andes á Seyðisfirði 30. júní 1940 (Jóhann Sveinhjörnsson/Eyjólfur Jónsson). Mynd úr „Fremsta víglína “ eftir Friðþjóf Eydal, birt með leyfi höfundar. Þegar þetta mikla skip var komið nokk- uð inn úr þokunni hægði það mjög á ferð- inni. Lónaði það hægt inn sem næst því miðfjarðar. Þegar skipið var komið það inn í fjörðinn að það bar frá okkur að sjá, frá Þórarinsstöðum, í býlið Borgarhól norðan fjarðar, sneri það við og hélt til hafs, út í þokubakkann. Það mun varla hafa verið meira en hálf klukkustund sem við sáum skip þetta. Aður en það hvarf hafði eg náð í kíki. I honum sá eg nafnið Calidonia á skut skipsins. Borgarnafnið eða skrásetn- ingarheiti sá eg ekki. Fána sá eg heldur ekki á skipi þessu sem eg gat álitið þjóðfána, a.m.k. þekkti eg hann þá ekki. Það var einna líkast og að borgarnafnið, eða nafn heimahafnar, væri skrapað og ólæsilegt, eða þá eitthvað verið breitt yfir það, einhver grisja, því að mér virtist eins og eg sæi í staf og staf úr nafninu. Sennilega hefur þetta verið stórt farþegaskip, því þannig leil það út ofan þilja, en verið notað sem herflutn- ingaskip á þessum stríðstíma. Það kom okkur helst í hug. Næsta stóra skipið sem eg sá koma inn Seyðisfjörð var farþegaskipið Andes frá London. Nú var það notað til herflutninga. Þetta stóra og fallega skip sigldi inn fjörð- inn um hádegi á sunnudegi í júní. Fjörður- inn var spegilsléttur og það var glaða- sólskin. Þetta var einn af þeim heitu sumar- dögum sem Seyðisfjörður er þekktur fyrir. A öllum farþegadekkum á þessu mikla skipi stóð maður við mann. Við sáum í kíki að menn þessir voru í búningum landhers- ins. Nokkur smærri skip voru komin inn á höfnina á undan Andes, og bæði á undan og eftir Andes fóru tundurspillar. Eg var spenntur yfir því að sjá þetta stóra og fallega skip. Mig langaði til þess að sjá það nánar og þann mikla mannfjölda sem með því var. Eg labbaði þá í góða veðrinu inn í kaupstaðinn. Þegar eg kom þangað var Andes lagst við festar inni á Kringlunni. Smærri skipin voru notuð til þess að flytja hermennina í land, sem sagt var að væru um þrjár þúsundir manna, allt úr landhernum. Síðan lagðist þetta mikla skip að bryggj- um en það var svo langt að það lagðist raun- ar að þremur bryggjum þannig að Garðars- bryggjan var fyrir miðju skipsins, Þórsham- 74
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.