Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 80

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 80
Múlaþing þama til tilbreytingar annað en að lesa, spila og tefla. Þeir höfðu ekki einu sinni útvarpstæki til þess að fylgjast með gangi stríðsins. Þessir hermenn voru mjög ólíkir hverjir öðrum enda voru sumir þeirra Skot- ar sem lítið voru hrifnir af Englendingum, nokkrir voru írskir en langflestir voru þeir frá Yorkshire og fjöldinn af þeim kola- námumenn. Annars voru þetta allra stétta menn, gleraugnasalar, prentarar, stúdentar og vísindamenn o.s.frv. Þarna ægði sem sagt allra stétta mönnum saman. En það var bæði fróðlegt og skemmtilegt að kynnast þeim. Var þýskum kafbáti sökkt í Seyðisfirði? Þriðjudagskvöldið 28. janúar 1942 og aðfaranótt næsta dags eru mér mjög í minni. Veður var stillt og bjart, fjöllin endurspegl- uðust í spegilsléttum firðinum. Tunglið lýsti upp land og sæ. Ofurlítið snjóföl var í byggð og hiti við frostmark. Þetta var eitt af þeim kyrru kvöldum Seyðisfjarðar sem hann er þekktur fyrir. Eg sat inni í stofu og hlustaði á útvarpið; þá var mikið og almennt hlustað á útvarp, einkum þó til sveita, og svo mun hafa verið þetta kvöld. í dagskrárlok gekk eg út á bæjarhlaðið, svona til að gá til veðurs og njóta veðurblíðunnar. Þegar eg kom út á hlaðið sá eg skip nokkurt á firðinum skammt undan Hamars- nefinu sem er nokkru innar í firðinum en íbúðarhúsið heima. Skip þetta var ljóslaust eins og algengt var á stríðsárunum. En það sem vakti sérstaka athygli mína var lögun skipsins. Lit á skipi þessu sá eg ekki glöggt enda reis það mjög lítið upp úr sjó. Hefur það þó líklega verið grátt á litinn. Svona skip hafði eg aldrei séð áður. Eg áttaði mig þó fljótlega og sá að þetta var kafbátur. Eg hafði séð myndir af þeim og þetta skip var líkt þeim. Þetta hlaut að vera mjög stór kafbátur því að lengd hans var mikil. Hann var þama á lognkyrrum firðinum og sneri frá austri til vesturs, út og inn á firðinum, eins og við erum vanir að segja um það sem hefur stefnu eftir legu fjarðanna. Aður en meira verður sagt frá kafbátn- um verður að geta nokkurs annars. Seyðis- fjörður var stór flotastöð í seinni heims- styrjöldinni. Kafbátagirðing lá þvert yfir fjörðinn. Frá Eyrunum að sunnan og norður til Selstaðavíkur. Girðing þessi var gerð úr tundurduflum sem tengd voru saman með stálneti. Þessa girðingu lögðu Bretar en þegar Bandaríkjamenn tóku við af Bretum var sagt að þeir hafi lagt aðra girðingu, samhliða þeirri bresku. Hún mun hafa verið aðeins utar eða frá Hamarsnefinu, sem áður er getið, og yfir í Selstaðavíkina norðan fjarðar. Hlið var á girðingunni, á að giska 150 - 200 metra breitt. Var það sem næst miðfjarðar. Hlið þetta var merkt með flotduflum allstórum. En ljóslaus voru þau þó að myrkur væri. Skammt utan við hliðið var varðskip. Allir sem um hliðið fóru þurftu að hafa samband við sjóliðsfor- ingjana á varðskipinu. Þetta kom sér afar illa fyrir vélbátaútgerðina á Eyrunum og einnig í kaupstaðnum. Fiskibátar urðu að hafa viss ljósmerki í mastri þegar þeir komu úr róðri. Merki þetta var ákveðið af herstjórninni og breytt til um það annað slagið. Þetta torveldaði mjög sjósókn frá Seyðisfirði enda mátti heita að hún legðist að mestu niður á stríðsárunum. Svo var allt morandi af tundurduflum sem voru á reki bæði innan fjarðar og utan. Kom oft fyrir að þau rak á land og sprungu. Var stórfurða að ekki skyldi hljótast stórslys af. Flestum rekduflunum var sökkt með kúluskotum. Voru það aðallega Norðmenn sem stunduðu þá atvinnu. Þeir voru þama á 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.