Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Side 82
Múlaþing
ingum og kannski myndatökum, þeir voru
þama ábyggilega að njósna frekar en í
vígahug því að vel gátu þeir verið búnir að
sökkva varðskipinu ef þeim hefði fundist
það tilvinnandi. Svo var þetta kannski ekki
þýskur kafbátur heldur samherji? En það
kom brátt í ljós að svo var ekki.
Eg virti kafbátinn fyrir mér stundarkorn.
Klukkan mun hafa verið um 10:30 þegar eg
sá hann fyrst. Mér datt þá í hug að hlaupa
inn í húsið og segja fólkinu frá því sem fyrir
augu mín hafði borið, því sem enn var á
fótum. Það fór þegar út og sá kafbátinn.
Mér datt þá í hug að hringja inn á miðstöð
Landsímans og segja frá kafbátnum og
gerði eg það. Var þá strax haft sambandi við
sýslumann Norður-Múlasýslu og bæjar-
fógeta Seyðisfjarðarkaupstaðar, Hjálmar
Vilhjálmsson, og honum tilkynnt um kaf-
bátinn. Sýslumaðurinn hafði strax samband
við herstjórnina og tilkynnti henni tíðindin.
Annar maður, Eiríkur Vigfússon frá
Sjávarborg, sá einnig kafbátinn um líkt
leyti, þó líklega aðeins fyrr. Eiríkur var að
koma út úr húsinu Dagsbrún, sem þá var á
Þórarinsstaðaeyrunum, og var á leið heim
til sín í Sjávarborg þegar hann veitti eftir-
tekt skipi sem var ólfkt öllum þeim skipum
sem hann hafði áður séð. En hann áttaði sig
fljótlega á því að þetta mundi vera kafbátur.
Nokkur ferð var á bátnum þegar Eiríkur sá
hann. Var báturinn þá fremur grunnt undan
Gullsteinseyrinni og hélt út með landinu.
Þegar Eiríkur kom heim til sín símaði hann
einnig inn á símstöðina og sagði frá ferðum
kafbátsins. En það var nokkru seinna en eg
tilkynnti um hann. Þessi frétt var einnig
send herstjórninni.
Þegar eg hafði ásamt öðru heimilisfólki
á Þórarinsstöðum virt kafbátinn fyrir mér
nokkra stund, eða á að giska 5 mínútur, tók
eg eftir því að mennirnir sem voru á
þilfarinu stukku allir að turninum og hurfu
þar. Skömmu síðar hvarf kafbáturinn í
djúpið með miklum hraða. Var lengi á eftir
hvítur blettur á sjónum, líkt og froða, á
þeim stað sem hann fór niður.
Við fylgdumst svo vel með því hvort
nokkuð meira væri að sjá til ferða kaf-
bátsins en hann kom ekki aftur upp á yfir-
borð sjávarins svo við sæjum. Hvíti froðu-
bletturinn var lengi sjáanlegur og minnti á
staðinn þann sem drekinn hvarf í djúpið.
Það hefur líklega liðið um lA klukku-
stund frá því að kafbáturinn hvarf þar til að
skip kom brunandi út fjörðinn. Skammt
utan við hliðið á kafbátagirðingunni féll
fyrsta djúpsprengjan í sjóinn. Síðan hver af
annarri með fremur stuttu millibili. Allir
íbúar beggja vegna fjarðarins þutu á fætur
þeir sem til náða voru gengnir. Hvert
mannsbam fór út úr húsum sínum, enda þar
ekki viðvært fyrir hristingi og spenningi í
fólkinu sjálfu. Húsin léku á reiðiskjálfi.
Hlutir köstuðust úr stað. Leirmunir brotn-
uðu, féllu úr hillum og skápum, myndir af
veggjum, speglar sömuleiðis og að minnsta
kosti eitt útvarpstæki féll úr hillu og
brotnaði.
Skömmu eftir að djúpsprengjuskipið hóf
aðgerðir sínar kom annað sprengjuskip og
svo það þriðja. Fyrsta skipið hélt rakleiðis
út fjörðinn. Það fór all nærri suðurströnd-
inni. Hvað langt út í Seyðisfjarðarflóann
það fór veit eg ekki. Alla vega fór það út úr
firðinum. Næsta sprengjuskip fór aðeins
norðar og það þriðja fór nyrst eða sem næst
því miðfjarðar. Þegar það var að hverfa út
fjörðinn, kom það fyrsta til baka og hélt
allnærri girðingunni. Skipin geystust út og
inn fjörðinn, sitt á hvað, og létu sprengj-
urnar falla. Þannig gekk þetta í nokkra
klukkutíma. Mesta sprengjuregnið var þó á
tímanum frá kl. 11:30 til 12:30, svo dró
heldur úr því en mjög margar sprengjur
sprungu þó allt til kl. 3 um nóttina. Sein-
80