Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 86

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 86
Múlaþing aðist þama veggjamót sem svo var fyllt upp með jámbentri steinsteypu. Það mun hafa verið mörg tonn af steypu og járni sem fóru í þessa uppfyllingu. Þannig var mér sagt frá viðgerðinni. Ekki gat eg séð að herskipið sigi neitt að framan, eftir spreng- inguna, þótt sjórinn flæddi inn í það þegar það fór inn fjörðinn. Það var heldur ekki hægt að merkja það að skipið sigi að framan við öll þau kynstur af þungu efni sem nú var látið í það. Sýnir þetta glöggt hvað feikna- stórt þetta orrustuskip var.3 Nafni þessa skips hefi eg nú gleymt. Þau voru svo mörg herskipin sem komu til Seyðisfjarðar á stríðsárunum. Enda var þar stór flotastöð og, að þeirra dómi sem til þekkja, einhver sú besta í heimi. Þarna lá svo orrustuskipið þangað til í febrúar, þá lét það úr höfn með fylgd tundurspilla, þrír fóru á undan því, einn til hvorrar hliðar og tveir á eftir, eða alls 7 varðhundar, en svo voru tundurspillarnir oft nefndir af Bretunum. Þessi fylking hélt út fjörðin um morguntíma, beint til hafs. Að kvöldi sama dags kom allur hópurinn til baka og inn fyrir kafbátagirðinguna sem lá þvert yfir fjörðinn, sem næst miðfjarðar. Þar voru skipin um nóttina. Næstu daga fóru þau slrkar reynsluferðir. Komu alltaf inn fyrir girðinguna að kvöldi. Svo loksins kom sá dagur að skipin komu ekki til baka. Þau munu hafa haldið til Bretlands. Hvort þau hafa komist heilu og höldnu alla leið vitum við ekki. Varðmennirnir á Skálanesi Eg kynntist einnig hermönnunum sem voru í herbækistöðinni á Skálanesi. Þeir voru oft á ferðinni á milli Skálaness og kaupstaðarins þar sem aðalbækistöðvamar voru. Komu þeir þá oft við á Þórarins- stöðum sem var nokkum veginn miðja vegu á leið þeirra, svo lá gatan þar um hlaðið. Það var því ekki óvenjuleg sjón að sjá hermennina raða sér á steypta hússtéttina, sem var alllöng, sitjandi þar og blása mæð- inni. Alltaf voru þeir með bakpoka og einhvem farangur. Það kom því æði oft fyrir að þeir vildu létta pokana sína. Aðallega voru matvæli margs konar í bak- pokunum. Mest fannst mér bera á dósamat, þá kál- og kjötmat niðursoðnum. Svo voru þeir með osta, smjör, te o.m.fl. Ur einum slíkum bakpoka fékk eg stóra tedallinn sem eg gat um áður. Þóttist sá góður sem losnaði við hann, þótt dallurinn væri ekki beinlínis þungur, en það fór töluvert fyrir honum. Þessi matarburður virtist vera óþarfur, því að alltaf voru bátsferðir annað slagið á milli herstöðvanna á Skálanesi, Sjólystar og aðalstöðvanna í kaupstaðnum. Þessir hermenn voru einnig ósparir á að gefa sígarettur og sælgæti, einkum gáfu þeir þó börnum sælgætið. Margs þurftu þessir menn að spyrja. Það var allt svo framandi sem fyrir augu þeirra bar. Aldrei minntust þeir á stríðið og vildu ekkert heyra minnst á það. Eg geri þó fyllilega ráð fyrir að hugur þeirra hafi verið því fastbundinn löngum stundum og þeim verið beinlínis hvíld í því að dreifa hugan- um frá þeim ógnum sem stríðið var. A Skálanesi bjuggu um þessar mundir hjónin Hallgrímur Olason og María Guðmundsdóttir. Hjá þeim var þá nokkuð af börnum þeirra. Þar var búið bæði til lands og sjós. Hallgrímur og María voru orðin roskin þegar þetta var og böm þeirra flest eða öll uppkomin. Skálaneshúsið var byggt í búskapartíð þeirra. Það var bæði stórt og vandað steinhús, tveggja hæða. Þau hjónin 3Ekki er ljóst um hvaða skip er að ræða en gert var við mörg skip til bráðabirgða á Seyðisfirði á stríðsárunum. Stefán Jóhannsson, forstjóri á Seyðisfirði, kannast við að fyllt hafi verið upp í sprengjugöt á skipum með steinsteypu. 84 j
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.