Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 90

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.2001, Page 90
Múlaþing Skálanes nema með leyfi þeirra. Allt Skálanesland inn að Ytri-Sandá var eitt bannsvæði. Heimilisfólkið á Skálanesi mátti þó fara um bannsvæðið og eins út af því og heim aftur, en allt varð þetta að vera í samráði við Breta. Svo fór að lokum að Grímur varð að yfirgefa eignarjörð sína Skálanes. Fluttist hann þá með fjölskyldu sína inn í kaup- staðinn. Það var að sumri til. Hann átti þó enn kindur sínar úti í Skálaneslandi. Haustið eftir að Grímur flutti frá jörð sinni skellur á mikil stórrigning með krapahríð niður undir byggð. Hann fór þá að gæta kinda sinna. Ekki kom hann fyrst heim að íbúðarhúsinu heldur gekk hann upp Paldra, Sandárdal og svo út á Skálanesbjarg. Það var komið myrkur þegar Grímur kom heim að íbúðarhúsinu. Enn var ausandi rigning og var hann orðinn hrakinn og kaldur. Hann stóð undir þeirri hlið hússins sem veit að sjónum, hugsaði sitt ráð og var í þann veginn að ganga að sínum eigin dyrum, kunngera komu sína og jafnvel biðjast gistingar. Þá kvað við skot. Byssukúla kom niður í hlaðið rétt við vinstri hlið hans, svo skall önnur kúla í hlaðið hægra megin við húsbóndann. Hann leit upp til glugganna á efri hæð. Sá hann þá á byssuhlaup sem vísuðu út úr gluggunum en ekki kom hann þá auga á skyttumar. Enn kvað við skot og nú beint fyrir framan Grím. Þannig gekk þetta til um stund. Nokkrar kúlur skullu í jörðina rétt hjá honum en þær gerðu honum engan skaða. Allt í einu féll á hann sterkur ljósgeisli. Grímur nærri blindaðist þegar hann horfði í hann. Þá sér hann allt í einu tvo menn koma utan úr myrkrinu. Það glampaði á byssustingina í ljósgeislanum. Þeir nálguð- ust Grím hægt og varlega. Allt í einu segja þeir báðir samtímis „papa“ og létu byssumar snúa hlaupunum upp í loftið. Gengu þeir svo til hans og tóku undir sinn hvorn handlegg 88 hans og leiddu hann inn í húsið. Nú var ekki gott í efni, hvorugir skildu aðra þegar talað var en Grímur áttaði sig þó fljótlega á því að þarna voru varðmennirnir einungis að skyldustörfum sínum. Hann hafði ekki látið þá vita um ferðir sínar og því sjálfur brotlegur við þær reglur sem þarna giltu. Þetta var yfirlýst bannsvæði. Það varð Grími til happs í þetta sinn að ekki höfðu orðið mannaskipti í varðstöðinni frá því að hann hafði verið þar seinast á ferð. Þama var liðs- foringi sem þekkti „papa“ og með honum hermaður af lægri stigum. Þeir leiddu svo Grím til stofu. Mikið var talað en það skildi Grímur ekki; hann skildi þó að þeir voru að tala um hann. Eftir skamma stund kom maður inn í stofuna með whiskyflösku, sódavatn og staup. Hann blandaði í staupið og rétti Grími. Hann þáði staupið og renndi niður innihaldi þess á svipstundu. Hermaður- inn blandaði þá aftur í staupið og setti það á borðið hjá honum. Það skal tekið fram að Grímur neytti afar sjaldan áfengis og fór alltaf vel með það. I þetta sinn kom sér vel að fá hressingu því að nú var hann kaldur og hrakinn af óveðrinu og nær því alveg gegnblautur. Honum hlýnaði vel af þessu eina staupi og lét hitt standa óhreyft á stofuborðinu. Hermaðurinn sem kom með hressinguna gekk nú út með whiskyflöskuna í hendinni en inn kom annar með föt á handlegg, gekk til Gríms og reyndi að gera honum skiljan- legt að hann ætlaðist til að hann hefði fata- skipti og færi í þessi föt sem voru bæði innri og ytri fatnaður. Svo reyndi hermaðurinn að gera honum það skiljanlegt að fötin hans yrðu þurrkuð. Hermaðurinn gekk svo út úr stofunni og lokaði dyrunum. Þó Grímur væri nú öðru vanur en að hlýða hermönnunum í einu og öllu þá hugsaði hann sig nú vandlega um í þetta sinn. Mesti kuldahrollurinn var nú farinn úr 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Múlaþing: byggðasögurit Austurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Múlaþing: byggðasögurit Austurlands
https://timarit.is/publication/1153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.